Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
   fös 24. október 2025 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
U17 skoraði fimm gegn Georgíu
Alexander Máni skoraði tvö.
Alexander Máni skoraði tvö.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland 5 - 1 Georgía
1-0 Alexander Máni Guðjónsson ('4)
2-0 Alexander Rafn Pálmason ('29)
2-1 Saba Avdoevi ('37)
3-1 Þorri Ingólfsson ('45)
4-1 Bjarki Hrafn Garðarsson ('71)
5-1 Alexander Máni Guðjónsson ('85)

Íslenska U17 ára landslið drengja vann í dag 5-1 sigur á Georgíu í undankeppni fyrir EM. Þetta er fyrsta stig undankeppninnar og fara efstu tvö liðin áfram í næstu umferð. Leikurinn var spilaður á Mikheil Meskhi Stadium í Georgíu.

Fyrirliðinn Alexander Máni Guðjónsson skoraði tvennu í leiknum og nafni hans, Alexander Rafn Pálmason, kom með beinum hætti að þremur mörkum. Byrjunarliðið má sjá hér neðst.

Ísland er í þriggja liða riðli með Georgíu og Grikklandi og íslensku strákarnir mæta Grikklandi mánudaginn 27. október.
Athugasemdir
banner