Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir voru í byrjunarliði ítalska liðsins Inter þegar liðið tók á móti sænska liðinu Hacken í 16-liða úrslitum Evrópubikarsins í kvöld.
Fyrri leikur liðanna lauk með 1-0 sigri Hacken í Svíþjóð.
Fyrri leikur liðanna lauk með 1-0 sigri Hacken í Svíþjóð.
Inter fékk betri færi í fyrri hálfleik en staðan var enn markalaus. Þrátt fyrir að vera undir í einvíginu náði Inter lítið að ógna marki Hacken í seinni hálfleik.
Cecilía átti hins vegar góðan leik og kom í veg fyrir að Hacken næði að skora og markalaust jafntefli niðurstaðan. Hacken fer áfram eftir sigur í fyrri leiknum.
Hacken mætir Breiðabliki í 8-liða úrslitunum.
Hin 16 ára gamla Rebekka Sif Brynjarsdóttir var á bekknum þegar Nordsjælland kosmt örugglega áfram eftir 4-0 sigur gegn Mura frá Slóveníu. Nordsjælland vann samanlagt 5-0.
Athugasemdir



