Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
   fim 20. nóvember 2025 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Milan vill fá leikmann West Ham
Mynd: EPA
Það stefnir allt í að Niclas Fullkrug muni yfirgefa West Ham í janúar en hann hefur ekki náð að sýna sitt rétta andlit hjá enska félaginu.

Þessi 32 ára gamli Þjóðverji gekk til liðs við félagið frá Dortmund í fyrra fyrir 27 milljónir punda en hann hefur aðeins skorað þrjú mörk í 24 leikjum. Meiðsli hafa sett strik í reikninginn.

Ítalski miðillinn Calciomercato greinir frá því að Milan hafi áhuga á honum. Félagið sýndi honum áhuga í fyrra en nældi að lokum í Tammy Abraham.

Santiago Gimenez, framherji Milan, hefur enn ekki tekist að skora í deildinni á tímabilinu. Milan hefur einnig áhuga á að næla í Robert Lewandowski á frjálsri sölu næsta sumar.
Athugasemdir
banner