Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
   mið 19. nóvember 2025 20:14
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Meistaradeild kvenna: Wolfsburg skoraði fimm gegn Man Utd
Kvenaboltinn
Mynd: EPA
Man Utd tapaði sínum fyrstu stigum í Meistaradeild kvenna þegar liðið tapaði gegn Wolfsburg í 4. umferð deildarkeppninnar.

Fridolina Rolfo kom Man Utd yfir en Wolfsburg svaraði með þremur mörkum. Melvine Malard minnkaði muninn undir lok fyrri hálfleiks. Wolfsburg bætti tveimur mörkum við í seinni hálfleik og vann stórsigur að lokum.

Bæði lið eru með níu stig eftir fjórar umferðir.

Juventus var með þriggja marka forystu í hálfleik á heimavelli gegn Lyon en gestirnir komu til baka í seinni hálfleik og náðu í stig. Lyon er með tíu stig á toppnum en Juventus er með sjö stig.

Juventus W 3 - 3 Lyon W
1-0 C. Beccari ('12 )
2-0 M. Cabiaghi ('27 )
3-0 T. Pinto ('37 )
3-1 T. Chawinga ('60 )
3-2 M. Katoto ('79 )
3-3 W. Renard (90 )

Wolfsburg W 5 - 2 Manchester Utd W
0-1 F. Rolfo ('14 )
1-1 E. Peddemors ('17 )
2-1 E. Peddemors ('37 )
3-1 L. Beerensteyn ('45 )
3-2 M. Malard ('45 )
4-2 L. Beerensteyn ('65 )
5-2 V. Endemann ('90 )
Athugasemdir
banner