Guehi til Liverpool - Salah kennt um erfiðleika Wirtz - Tottenham vill markmann - Tchouameni til Man Utd og Toney til Englands
   fim 20. nóvember 2025 13:30
Kári Snorrason
Bjóst við Grindavíkurstarfinu - „Ekki jafn mikið formsatriði þegar uppi var staðið“
Lengjudeildin
Anton Ingi Rúnarsson er tekinn við kvennaliði Fram.
Anton Ingi Rúnarsson er tekinn við kvennaliði Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Anton og Marko stýrðu Grindavík í síðustu tveimur leikjum tímabilsins.
Anton og Marko stýrðu Grindavík í síðustu tveimur leikjum tímabilsins.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Anton Ingi Rúnarsson, nýráðinn þjálfari kvennaliðs Fram, segir að hann hafi átt von á því að halda áfram með Grindavík á næsta tímabili.

Anton Ingi og Marko Valdimar Stefánsson tóku við liðinu undir lok tímabilsins eftir uppsögn Haraldar Árna Hróðmarssonar og stýrðu Grindavík til sigurs á ÍR sem tryggði liðinu áframhaldandi veru í Lengjudeildinni.

Hann segir að upphaflega hafi verið rætt um að framlenging á samningi væri formsatriði eftir tímabilið, þar sem hann og Marko Valdimar Stefánsson hefðu náð markmiðum liðsins. Þegar í ljós kom að það var ekki eins mikið formsatriði og áður var gefið í skyn, ákvað hann sjálfur að stíga frá. Grindavík réði nýverið Ray Anthony Jónsson til tveggja ára, en Marko verður áfram í teyminu, nú sem aðstoðarþjálfari.

Anton ræddi við Fótbolta.net á dögunum og var spurður út í þjálfarastöðuna hjá Grindavík.


„Ég var svekktur til að byrja með. Það var byrjað að tala um hálfgert formsatriði með að klára hlutina eftir tímabil. Þar sem að við Marko (Valdimar Stefánsson) náðum þeim markmiðum sem við lögðum upp með. Svo kom á daginn að þetta var ekki jafn mikið formsatriði þegar uppi var staðið, þá ákvað ég í rauninni sjálfur að stíga út. Ég hafði ekki áhuga á því hlutverki sem ég átti að fá. Svo kemur Fram upp stuttu seinna, það er kannski hlutur sem átti að gerast. Þetta er stórt tækifæri fyrir mig að koma þarna inn.

Persónulega að hafa þjálfað í Grindavík allan minn feril, í öllum stöðum sem hægt er að vera í hjá félaginu. Það er kannski jákvætt fyrir mig sjálfan að fara úr ákveðnu hamstrahjóli sem maður hefur verið í síðustu tvö ár: Hlaupa að reyna bjarga hlutunum, með bolta í skottinu og svoleiðis. Að koma svo í aðstöðu með allt upp á tíu og í félag sem er á venjulegum stað, undir venjulegum kringumstæðum. Aðrir geta kannski ekki sett sig í þessi spor, en þetta er jákvætt fyrir mig.“ 



29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Athugasemdir
banner
banner