Guehi til Liverpool - Salah kennt um erfiðleika Wirtz - Tottenham vill markmann - Tchouameni til Man Utd og Toney til Englands
   fim 20. nóvember 2025 11:30
Kári Snorrason
Carragher: Liverpool verður að versla í janúar
Mynd: EPA

Þrátt fyrir að hafa verslað fyrir tæplega 450 milljónir punda í sumar segir sparkspekingurinn og fyrrum leikmaður Liverpool, Jamie Carragher, að liðið verði að styrkja sig enn frekar í janúarglugganum. 


Í viðtali við Sky Sports segir Carragher að aðaláherslan eigi að vera á miðvörð og að félagið hefði átt að sækja leikmann í þá stöðu í sumar.

Þá bendir hann á að eini hafsentinn sem kom inn, Giovanni Leoni, hafi aðeins spilað einn leik í deildabikarnum áður en hann sleit krossband og sé því frá þar til á næsta tímabili.


„Liverpool er líklega einum meiðslum hjá hafsenti frá því að tímabilið fari algjörlega í skrúfuna, svo þeir verða að fara á markaðinn í janúar.

Mér fannst liðið þurfa að fá inn marga leikmenn í sumar. Slot hafði ekki trú á Tsimikas, svo við þurftum vinstri bakvörð. Hann hafði ekki heldur trú á Quansah, og þó við fengum Leoni inn var enn þörf á öðrum miðverði.

Við þurftum að finna staðgengil fyrir Trent. Harvey Elliott fór og þjálfarinn hafði ekki mikla trú á honum heldur, svo við sóttum Wirtz í tíuna. Núnez fékk ekki traustið, þannig að við tókum Isak, og svo er auðvitað sorglegt mál með Jota.

En að eyða svona miklu í bæði Isak og Ekitike, tvo í sömu stöðu, sama sumar. Það fannst mér skrítið og óíkt Liverpool, miðað við hvernig félagið hefur verslað síðustu ár,“ sagði Carragher að lokum.

Athugasemdir
banner