Manchester United mun ekki spila einn einasta leik á laugardegi í tíu leikjum í röð, eða þar til um miðjan janúar.
Á umræddu tímabili leikur liðið þrjá mánudagsleiki, þrjá sunnudagsleiki, þrjá leiki í miðri viku og einn föstudagsleik.
Næsti leikur sem er hugsanlega á laugardegi er 17. janúar gegn Manchester City, en sjónvarpsval fyrir þá umferð er þó ekki orðið staðfest.
Liðið var fært af tveimur laugardagsleikjum á tímabilinu vegna þéttrar dagskráar, sem er meginorsök af laugardagsleysi United manna.
Af sjö laugardagsleikjum Man Utd á tímabilinu hefur liðið unnið fjóra af þeim, gert tvö jafntefli og einungis tapað einu sinni. Liðið situr nú í 7. sæti deildarinnar með 18 stig.
Athugasemdir





