Guehi til Liverpool - Salah kennt um erfiðleika Wirtz - Tottenham vill markmann - Tchouameni til Man Utd og Toney til Englands
banner
   fim 20. nóvember 2025 19:30
Brynjar Ingi Erluson
Carvalho frá út tímabilið
Mynd: EPA
Fabio Carvalho, leikmaður Brentford í ensku úrvalsdeildinni, verður frá út tímabilið eftir að hafa slitið krossband.

Portúgalski leikmaðurinn hefur lítið fengið að spila með Brentford á tímabilinu og var hann byrjaður að hugsa sér til hreyfings í janúarglugganum áður en hann meiddist á hné.

Brentford hefur nú staðfest að Carvalho verði ekki meira með á tímabilinu eftir að hafa slitið krossband.

Hann fer í aðgerð á næstu dögum og við tekur langt endurhæfingaferli.

Carvalho, sem er 23 ára gamall, gekk í raðir Brentford frá Liverpool á síðasta ári og komið við sögu í 33 leikjum.
Athugasemdir
banner
banner