Guehi til Liverpool - Salah kennt um erfiðleika Wirtz - Tottenham vill markmann - Tchouameni til Man Utd og Toney til Englands
   fim 20. nóvember 2025 15:00
Kári Snorrason
Heimild: Sport Bild 
Salah kennt um slæmt gengi Wirtz og liðsins
Bild vandar Salah ekki kveðjurnar.
Bild vandar Salah ekki kveðjurnar.
Mynd: EPA

Þýski miðillinn Sport Bild hefur vakið athygli með harðri gagnrýni á Mohamed Salah, þar sem fram kemur sú fullyrðing að Egyptinn beri ábyrgð á slökum fyrstu mánuðum Florians Wirtz hjá Liverpool.


Wirtz kom til Englands í sumar fyrir metfé en hefur átt erfitt með að fóta sig á Englandi. Þýski miðillinn telur þó að vandinn liggi ekki hjá leikmanninum sjálfum heldur hjá Salah, sem þeir segja vera hindrun í vegi nýliða á borð við Wirtz.

Sport Bild segir þá að Salah hafi ekki skapað neitt fyrir Wirtz og að framlag hans til nýju leikmannanna sé lítið sem ekkert.

Þeir benda á að þrjár stoðsendingar hans á tímabilinu hafi allar farið til leikmanna sem þegar voru hjá Liverpool, og telja það merki um að hann horfi fram hjá Wirtz og nýliðunum.

Miðillinn gengur jafnvel svo langt að segja Salah vera stórt vandamál fyrir bæði liðið og Wirtz, og að Egyptinn sé reglulega umræðuefnið rædd innan búningsklefans.

Þá er einnig fullyrt að staða Salah sem aðalmaður liðsins sé farinn að standa í vegi fyrir tilraunum Arne Slot til að byggja upp nýtt sóknarleikmynstur þar sem Wirtz eigi að verða nýr uppsilspunktur.


Athugasemdir
banner
banner