Guehi til Liverpool - Salah kennt um erfiðleika Wirtz - Tottenham vill markmann - Tchouameni til Man Utd og Toney til Englands
   fim 20. nóvember 2025 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Eiki Rapha inn í þjálfarateymi Vals
Kvenaboltinn
Mynd: Valur
Eiríkur Raphael Elvy hefur verið ráðinn til Vals og kemur þar inn í þjálfarateymi meistaraflokks kvenna hjá félaginu og verður aðalþjálfari 2. flokks kvenna. Hann mun aðstoða Matthías Guðmundsson með meistaraflokk kvenna.

Eiríkur kemur til Vals eftir að hafa verið í þjálfarateymi Nik Chamberlain hjá Breiðabliki, en Breiðablikk vann bæði Íslands- og bikarmeistaratitilinn á liðnu tímabili.

Eiríkur er fæddur árið 1989 og var áður í þjálfarateymi Augnabliks.

Tilkynning Vals
Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að Eiríkur Raphael Elvy hefur gert tveggja ára samning við Val. Eiríkur kemur inn í þjálfarateymið með þeim Mattíasi Guðmundssyni og Hallgrími Heimissyni hjá meistaraflokki kvenna – þar sem eitt af hans helstu verkefnum verður að aðstoða yngri leikmenn við að taka næstu skref, bjóða þeim upp á einstaklingsþjálfun og styðja við áframhaldandi þróun þeirra. Auk þess mun hann stýra 2. flokki kvenna sem aðalþjálfari.

Eiríkur var síðast hluti af þjálfarateymi Nik Chamberlain hjá meistaraflokki kvenna Breiðabliks sem fagnaði bæði Íslands- og bikarmeistaratitli árið 2025. Hann er með UEFA A þjálfararéttindi og er afskaplega hæfur og metnaðarfullur þjálfari sem félagið hefur fylgst grannt með og haft mikinn áhuga á að fá til starfa.

Við hlökkum til samstarfsins og bjóðum Eirík innilega velkominn í Valsfjölskylduna
Athugasemdir
banner
banner
banner