Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
   fim 20. nóvember 2025 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Snýr Guendouzi aftur í úrvalsdeildina?
Mynd: EPA
Ítalskir fjölmiðlar greina frá því að Matteo Guendouzi gæti verið á leiðinni aftur í úrvalsdeildina.

Samkvæmt ítölskum fjölmiðlum hafa Newcastle, Aston Villa og Sunderland sýnt þessum 26 ára gamla Frakka áhuga.

Hann gekk til liðs við Lazio frá Marseille árið 2023 á láni en ári síðar festi félagið kaup áhonum fyrir rúmlega 14 milljónir evra.

Lazio vill fá 25-30 milljónir evra fyrir hann en Marseille mun fá tíu prósent af söluverðinu. Guendouzi þekkir úrvalsdeildina vel þar sem hann lék með Arsenal frá 2018-2020.
Athugasemdir
banner
banner