Brasilíski miðjumaðurinn Fernandinho hefur lagt skóna á hilluna eftir farsælan feril.
Fernandinho, sem er fertugur, lék með Atletico Paranaense, Manchester City og Shakhktar á 22 atvinnumannaferli sínum.
Hann skaust almennilega fram á sjónarsviðið með Shakhtar í Úkraínu og vann þar UEFA-bikarinn ásamt fjölmörgum deildartitlum.
Árið 2013 var hann seldur til Manchester City fyrir 34 milljónir punda þar sem hann átti eftir að vera hluti af einu sigursælasta liði í sögu Englands.
Fernandinho vann ellefu titla á níu árum og einu sinni valinn í lið ársins í ensku úrvalsdeildinni.
Hann sneri aftur til Paranaense árið 2022 þar sem hann lék í tvö ár áður en samningur hans rann út. Síðasta árið hefur hann verið að skoða sín mál og hefur nú ákveðið að kalla þetta gott.
Brasilíumaðurinn lék 53 A-landsleiki og skoraði tvö mörk á átta árum og vann Suður-Ameríkubikarinn einu sinni, á lokaári sínu í landsliðinu.
Athugasemdir


