Guehi til Liverpool - Salah kennt um erfiðleika Wirtz - Tottenham vill markmann - Tchouameni til Man Utd og Toney til Englands
   fim 20. nóvember 2025 10:04
Kári Snorrason
Vekur athygli á arfaslakri tölfræði íslenska landsliðsins síðustu ár
Sigurður Ragnar Eyjólfsson tók saman slakt gengi landsliðsins í seinni leikjum liðsins í landsliðsverkefnum.
Sigurður Ragnar Eyjólfsson tók saman slakt gengi landsliðsins í seinni leikjum liðsins í landsliðsverkefnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland tapaði gegn Úkraínu á sunnudag.
Ísland tapaði gegn Úkraínu á sunnudag.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Fjórir af fimm sigrum Íslands í seinni leikjum verkefna hafa komið gegn Liechtenstein.
Fjórir af fimm sigrum Íslands í seinni leikjum verkefna hafa komið gegn Liechtenstein.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fyrrum kvennalandsliðsþjálfari, vakti athygli í færslu á Facebook á slakt gengi íslenska karlalandsliðins í seinni leikjum í tvíhöfða verkefnum undanfarin ár.


Samkvæmt færslu hans hefur Ísland aðeins unnið fimm slíka leiki á síðustu sex árum, gert fjögur jafntefli og tapað 17, með markatöluna 37–55.

Tölfræðin tekur þó með inn í myndina fjóra sigra gegn Liechtenstein með, sem hann bendir á að sé eitt slakasta landslið heims. Ef Liechtenstein er utanskylt frá samantektinni er Ísland með einungis einn sigur í 22 seinni leikjum, með markatöluna 18-54.

Siggi Raggi tók þá viðamikla rannsókn Raymond Verheyen og notaði hana til síns máls, en hún sýndi fram á að minni hvíld hefur áhrif á úrslit leikja.

„Verheyen tók 27.000 leiki yfir 10-11 ára tímabil. Hann skoðaði bestu deildir Evrópu, Meistaradeildina og Evrópukeppnina yfir tíu til ellefu ára tímabil og fann út hvaða áhrif minni hvíld hefur á úrslit leikja og fjölda marka sem eru skoruð á síðasta hálftíma í leikjum og hversu mörg mörk þú færð á þig í leikjum.“ 

Úkraína mögulega ferskari í leiknum

Því næst benti hann á mun úkraínska liðsins gegn því íslenska frá því í leiknum á sunnudaginn.

„Við sjáum eins og með Úkraínuleikinn, þar sem að Úkraína gerði átta breytingar á byrjunarliðinu sínu meðan Ísland gerði þrjár. Úkraína skipti fimm mönnum inn á í leiknum á meðan Ísland skipti inn þremur. Þannig að það má segja að Úkraínumenn hafi kannski verið frískari í leiknum og unnu hann síðan á síðasta hálftímanum þegar það var mögulega komin þreyta í íslenska liðið.“ 

Hentar betur að rótera liðinu?

„Mér finnst þetta sláandi að við séum að spila 22 leiki, ef þú tekur burtu þessa Liechtenstein-leiki, að við séum bara búin að vinna einn þeirra, gera fjögur jafntefli og tapa sautján. Þannig að ég held að það sé þess virði að skoða vel hvernig endurheimt er háttað hjá landsliðinu.

Ég veit að þeir gera þetta eins vel og þeir geta. En ég velti því fyrir mér hvort það henti betur að rótera liðinu betur og gefa fleirum séns. Fullt af þessum leikjum er gegn sterkum þjóðum en ekkert allir leikirnir. Okkur hefur ekki tekist nægilega vel síðastliðinn sex ár að vinna seinni leik þegar það eru tveir leikir með stuttu millibili,“ sagði Siggi Raggi að lokum, en færslu hans má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner