Guehi til Liverpool - Salah kennt um erfiðleika Wirtz - Tottenham vill markmann - Tchouameni til Man Utd og Toney til Englands
   fim 20. nóvember 2025 10:16
Kári Snorrason
Thelma Karen til Hacken (Staðfest)
Kvenaboltinn
Thelma skoraði tvö mörk í úrslitaleik Mjólkurbikarsins.
Thelma skoraði tvö mörk í úrslitaleik Mjólkurbikarsins.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Formaður KSÍ, Þorvaldur Örlygsson, heiðrar Thelmu með flugleiðahorninu eftir að hún var valin efnilegasti leikmaður Bestu deildar kvenna.
Formaður KSÍ, Þorvaldur Örlygsson, heiðrar Thelmu með flugleiðahorninu eftir að hún var valin efnilegasti leikmaður Bestu deildar kvenna.
Mynd: KSÍ

Thelma Karen Pálmadóttir, leikmaður FH, hefur verið seld til sænska félagsins Hacken. Félagið greindi frá tíðindunum í morgunsárið.

Thelma er fædd árið 2008 og var kjörinn efnilegasti leikmaður Bestu-deildar kvenna á afstöðnu tímabili. Í kjölfar frábærs tímabils var hún kölluð upp í A-landsliðið og spilaði sinn fyrsta landsleik í síðasta mánuði.


"Það verður mikill söknuður af Thelmu Karen. Hún hefur núna síðastliðin þrjú tímabil tekið stór skref á hverju ári í rétta átt. Hún er ótrúlega hæfileikarík, eljusöm og tilbúin að leggja mikið á sig fyrir liðið. Núna á þessu tímabili sprakk hún út, varð betri með hverjum leik og var einn allra besti leikmaður deildarinnar. 

Þetta er að okkar mati hárrétt skref fyrir hana að taka, að fara í besta lið Svíþjóðar. Þarna fær hún tækifæri til að þróa leik sinn enn frekar og spila á stærra sviði.

Við óskum Thelmu allt í haginn í Gautaborg, hlökkum til að fylgjast með hennar ferðalagi næstu árin og tökum síðan vel á móti henni þegar hún kemur heim eftir langan atvinnumannaferil,“ er haft eftir Davíð Þór Viðarssyni, yfirmanni fótboltamála hjá FH, í tilkynningu félagsins.


Athugasemdir
banner
banner
banner