Guehi til Liverpool - Salah kennt um erfiðleika Wirtz - Tottenham vill markmann - Tchouameni til Man Utd og Toney til Englands
   fim 20. nóvember 2025 12:30
Kári Snorrason
Heimild: BK Häcken 
Thelma Karen: Stórt tækifæri sem ég vildi ekki missa af
Kvenaboltinn
Thelma var tilkynnt hjá Hacken í morgun.
Thelma var tilkynnt hjá Hacken í morgun.
Mynd: BK Häcken

Thelma Karen Pálmadóttir hefur gengið til liðs við sænsku meistarana BK Hacken frá FH. Thelma, sem er fædd árið 2008, var valin efnilegasti leikmaður Bestu deildar kvenna á síðasta tímabili og lék sinn fyrsta A-landsleik nýverið.

Í tilkynningu frá BK Hacken hrósar yfirmaður knattspyrnumála félagsins henni í hástert og lýsir Thelmu sem framúrskarandi efnivið með hátt þak.

Thelma var að vonum ánægð með skiptin og sagði í viðtali við félagið í dag að hún hlakki til að taka næsta skref í ferilsins með Hacken.


„Þetta er frábær tilfinning, þetta er stórt félag og það er heiður að fá að klæðast treyjunni og að vera í þessu liði. 

Umhverfið og stærð félagsins heilluðu mig, ég myndi segja að þetta væri einn af þeim bestu klúbbum hér í Svíþjóð. Ég hef heyrt góða hluti um Hacken, það spillti ekki fyrir. Ég var mjög spennt þegar ég frétti af áhuganum, og hugsaði að þetta væri stórt tækifæri sem ég vildi ekki missa af 

Þetta er mjög spennandi. Svíþjóð er heillandi land og ég hlakka til að búa hérna og prófa eitthvað nýtt,“  sagði Thelma að lokum.


Athugasemdir
banner
banner
banner