Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur hennar í Bayern München unnu Paris Saint-Germain, 3-1, í 4. umferð í deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu en þetta var þriðji sigurleikur þeirra í röð.
Landsliðskonan er kominn á fullt með Bayern eftir erfið meiðsli í byrjun leiktíðar.
Hún lék allan leikinn í hjarta varnarinnar í kvöld og fékk 7 í einkunn hjá FotMob.
PSG, sem hafði ekki unnið leik í keppninni, komst yfir með marki frá frönsku landsliðskonunni Sakina Karchaoui, en Bayern var ekki lengi að svara.
Linda Dallmann jafnaði í næstu sókn og sautján mínútum síðar kom Momoko Tanakiwa gestunum yfir. Á lokamínútunum kláraði Jovana Damnjanovic dæmið og Bayern áfram á miklu skriði.
Bayern hefur nú unnið þrjá Meistaradeildarleiki í röð og er nú með 9 stig í 5. sæti deildarkeppninnar. PSG er áfram án stiga á botninum.
Chelsea og Barcelona gerðu 1-1 jafntefli í Lundúnum. Ellie Carpenter skoraði mark Chelsea á 16. mínútu en hin pólska Ewa Pajor gerði jöfnunarmarkið aðeins átta mínútum síðar.
Lundúnaliðið er það fyrsta sem tekst að taka stig af Barcelona á tímabilinu.
Barcelona endurheimti toppsætið og er nú með 10 stig, en Chelsea með 8 stig í 6. sæti.
Leuven og Roma skildu einnig jöfn, 1-1. Roma var að ná í sitt fyrsta stig í deildarkeppninni en Leuven hefur komið á óvart og er með 5 stig í 11. sæti.
Úrslit og markaskorarar:
Chelsea 1 - 1 Barcelona
1-0 Ellie Carpenter ('16 )
1-1 Ewa Pajor ('24 )
Leuven 1 - 1 Roma
0-1 Evelyne Viens ('18 )
1-1 Jada Conijnenberg ('71, víti )
PSG 1 - 3 Bayern München
1-0 Sakina Karchaoui ('16 )
1-1 Linda Dallmann ('17 )
1-2 Momoko Tanikawa ('34 )
1-3 Jovana Damnjanovic ('89 )
Athugasemdir



