Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
   fim 20. nóvember 2025 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ómögulegt að fylla það skarð
Mynd: EPA
Lucas Paqueta tekur út leikbann þegar West Ham heimsækir Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni klukkan 15:00 á laugardag. Paqueta er búinn að fá fimm gul á tímabilinu.

Nuno Espirito Santo, stjóri West Ham, segir að það sé ekki hægt að fylla skarðið sem hann skilur eftir í liðinu.

„Það er ómögulegt. Menn verða að átta á sig hvaða þýingu hann hefur fyrir okkur, hvað han gefur okkur. Hann er stórkostlegur leikmaður," sagði Santo á fréttamannafundi í dag.

„Við verðum að finna lausnir," bætti portúgalski stjórinn við.

Paqueta er 28 ára Brasilíumaður, skapandi miðjumaður sem á að baki 61 leik fyrir brasilíska landsliðið. Hann kom frá Lyon 2022 og hefur skorað 15 mörk og lagt upp níu í 103 úrvalsdeildarleikjum með West Ham.

Niclas Fullkrug, Konstantinos Mavropanos og Freddie Potts eru tæpir fyrir leikinn en staða þeirra verður skoðuð betur á morgun. West Ham hefur unnið tvo leiki í röð í deildinni eftir mjög dapra byrjun á tímabilinu.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 15 10 3 2 28 9 +19 33
2 Man City 15 10 1 4 35 16 +19 31
3 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
4 Crystal Palace 15 7 5 3 20 12 +8 26
5 Chelsea 15 7 4 4 25 15 +10 25
6 Man Utd 15 7 4 4 26 22 +4 25
7 Everton 15 7 3 5 18 17 +1 24
8 Brighton 15 6 5 4 25 21 +4 23
9 Sunderland 15 6 5 4 18 17 +1 23
10 Liverpool 15 7 2 6 24 24 0 23
11 Tottenham 15 6 4 5 25 18 +7 22
12 Newcastle 15 6 4 5 21 19 +2 22
13 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
14 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
15 Fulham 15 5 2 8 20 24 -4 17
16 Leeds 15 4 3 8 19 29 -10 15
17 Nott. Forest 15 4 3 8 14 25 -11 15
18 West Ham 15 3 4 8 17 29 -12 13
19 Burnley 15 3 1 11 16 30 -14 10
20 Wolves 15 0 2 13 8 33 -25 2
Athugasemdir
banner
banner