Guehi til Liverpool - Salah kennt um erfiðleika Wirtz - Tottenham vill markmann - Tchouameni til Man Utd og Toney til Englands
   fim 20. nóvember 2025 19:00
Brynjar Ingi Erluson
Kolo Muani gæti þurft að spila með grímu
Mynd: Tottenham
Franski sóknarmaðurinn Randal Kolo Muani gæti þurft að spila með grímu með Tottenham í Norður-Lundúnaslagnum gegn Arsenal um helgina, en þetta segir Telegraph.

Kolo Muani meiddist á kjálka í leik Tottenham gegn Manchester United og þurfti að fara af velli.

Tottenham óttaðist að hann þyrfti að fara í aðgerð og yrði frá í tvo mánuði, en Telegraph segir að þess þurfti ekki og gæti hann mögulega spilað gegn Arsenal um helgina.

Samkvæmt miðlinum kemur það vel til greina að hann muni spila með sérstaka grímu í leiknum en hann hefur æft með sérsmíðaða grímu síðustu daga.

Kolo Muani kom til Tottenham á láni frá Paris Saint-Germain í byrjun tímabils, en ekki enn tekist að skora í þeim átta leikjum sem hann hefur spilað.

Stuðningsmenn Tottenham halda í vonina að hann finni sitt gamla form, en hann skoraði 10 mörk í 22 leikjum er hann var á láni hjá JUventus á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner