sun 24. nóvember 2019 18:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu jöfnunarmarkið: Hefði það átt að standa?
McBurnie fagnar markinu.
McBurnie fagnar markinu.
Mynd: Getty Images
Leikur Sheffield United og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni var mikil skemmtun sem endaði með sex marka jafntefli.

United lenti 2-0 undir, en náði að koma til baka og breyta stöðunni í 3-2 á stuttum kafla. Brandon Williams minnkaði muninn á 72. mínútu og kom Marcus Rashford gestunum yfir á 79. mínútu.

Sheffield United jafnaði hins vegar aftur metin á 90. mínútu þegar varamaðurinn Oli McBurnie skoraði.

Harry Maguire, fyrirliði Man Utd, var ósáttur við markið, hann taldi að McBurnie hefði handleikið boltann áður en hann skoraði.

Markið var skoðað í VAR og eftir að það var gert, var tekin ákvörðun um að leyfa markið.

Markið má sjá hérna.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner