Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 24. nóvember 2019 19:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Solskjær: Munurinn á liðinu er risastór
Mynd: Getty Images
„Stundum snýst fótbolti ekki um taktík," sagði Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, eftir 3-3 jafntefli gegn Sheffield United.

„Þeir höfðu mikið meiri orku en við í fyrri hálfleiknum og svo skorum við og förum að trúa. Munurinn á liðinu á þessu tímabili er risastór miðað við á síðasta tímabili."

United lenti 2-0 undir, en sýndi karakter og komst í 3-2. Sheffield United jafnaði í uppbótartímanum.

„Strákarnir gáfust aldrei upp. Á síðasta tímabili hefðum við lent fjórum eða fimm mörkum undir í staðinn fyrir að koma til baka. Við hefðum ekki getað komið til baka."

Um fyrri hálfleikinn sagði Solskjær: „Það leit út eins og Sheffield United langaði meira í þetta. Við áttum ekki skot á markið í fyrri hálfleiknum og það er ekki ásættanlegt."

Markaskorar Manchester United í dag koma allir úr akademíu Man Utd; Brandon Williams, Mason Greenwood og Marcus Rashford.

„Meðaaldurinn á markaskorurunum er minni en 20. Það er eitthvað sem við erum stoltir af. Þetta er frábær reynsla fyrir ungu leikmennina okkar því þetta er ekki auðveldur staður fyrir endurkomu."

Þá sagði Solskjær: „Þetta eru blendnar tilfinningar. Við getum ekki verið ánægðir því við spiluðum ekki vel stærstan hluta leiksins, en við náðum að snúa þessu við og sýndum hvers megnugir við erum. Við verðum að gera það í heilan leik. Við vitum að við getum það, við verðum bara að sýna það."

Næsti leikur Man Utd er gegn Astana í Kasakstan í Evrópudeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner