Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 24. nóvember 2020 11:31
Elvar Geir Magnússon
Bara tvö úrvalsdeildarfélög sem geta náð 4 þúsund áhorfendum
Frá Amex vellinum, heimavelli Brighton.
Frá Amex vellinum, heimavelli Brighton.
Mynd: Getty Images
Byrjað verður að hleypa áhorfendum á leiki ensku úrvalsdeildarinnar í desember. Frá og með 2. desember geta að hámarki 4 þúsund manns mætt á hvern leik.

Það á hinsvegar aðeins við um leiki sem fram fara á svæðum sem ekki eru skilgreind sem áhættusvæði samkvæmt breskum stjórnvöldum.

En allir fagna því að fyrstu skrefin séu stigin til að fá fólk aftur í stúkurnar en kröfurnar verða miklar til að byrja með.

Seinna í þessari viku mun það koma í ljós hvaða vellir mega taka á móti áhorfendum og hversu margir áhorfendur verða leyfðir á hverjum þeirra.

Talið er að aðeins tvö úrvalsdeildarfélög fái leyfi til að taka á móti hámarkinu, 4 þúsund áhorfendum, á sínum heimavöllum. Það eru Brighton og Southampton. Þau spila á svæði sem mun áfram verða flokkað í 1. flokki þegar kemur að takmörkunum bresku ríkisstjórnarinnar.

Það verður í höndum hvers félags að ákveða hvernig þeim fáu miðum sem verða fáanlegir verður úthlutað. Einhver félög ætla að vera með lotterí og önnur setja ársmiðahafa í forgang.

Þeir stuðningsmenn sem mæta þurfa að fylla út spurningalista um heilsufar sitt og skila honum sólarhring fyrir leik. Þá verða áhorfendur hitamældir við komuna á leikvanginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner