Man Utd hefur mikinn áhuga á Kvaratskhelia - Man Utd fylgdist með þremur leikmönnum Sporting - Arsenal fylgist með Retegui
   fim 24. desember 2020 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Birkir Már milliliður í því að Arnór samdi við Val
Arnór Smárason.
Arnór Smárason.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Arnór Smárason var kynntur sem nýr leikmaður Íslandsmeistara Vals fyrr í þessum mánuði.

Anór er 32 ára sóknarleikmaður sem leikið erlendis allan sinn feril hingað til, spilað til að mynda í Hollandi, Svíþjóð, Danmörku, Rússlandi og Noregi og nú á Íslandi.

Arnór hefur leikið síðustu tvö ár fyrir Lilleström í Noregi og hjálpaði liðinu á dögunum að komast upp í efstu deild þar í landi.

Arnór á að baki 26 leiki með A-landsliði Íslands og hefur skorað í þeim leikjum þrjú mörk.

Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var í útvarpsþættinum Fótbolta.net um síðustu helgi og sagði frá því hvernig það kom til Arnór samdi við Val.

„Hann hafði áhuga á að koma heim til Íslands og spila. Þetta var þannig að hann og Birkir Már (Sævarsson) spiluðu saman. Birkir kom og talaði við mig, og spurði mig hvort ég hefði áhuga á þessu," sagði Heimir.

„Ég sagði: 'Það er engin spurning um það'. Þá fór boltinn að rúlla og við náðum að klára þetta. Við erum mjög ánægðir með það."

„Við erum jákvæðir á það að hann geti komið inn og lyft þessu hjá okkur."

Valur styrkti sig enn frekar í gær með því að fá Tryggva Hrafn Haraldsson til félagsins. Valsmenn ætla að verja titilinn - það er nokkuð ljóst.
Útvarpsþátturinn - Jólaþáttur: Ari Freyr og Heimir Guðjóns
Athugasemdir
banner
banner
banner