Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 25. janúar 2020 20:08
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sjáðu þegar Ögmundur greip vítaspyrnu í tapleik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ögmundur Kristinsson varði í dag mark AEL Larissa líkt og venjulega. Liðið fékk Panathinaikos í heimsókn í grísku Ofurdeildinni.

Anastasios Chatzigiovannis kom gestunum yfir á 25. mínútu úr vítaspyrnu. Þremur mínútum seinna var hann aftur kominn á vítapunktinn en þá sá Ögmundur við honum. Anastasios ætlaði að vippa boltanum í markið en það vildi ekki betur til en svo að Ögmundur greip boltann.


Í uppbótartíma seinni hálfleiks fékk Panathinaikos svo aftur víti og þá skoraði Giannis Bouzoukis framhjá Ögmundi.

0-2 tap staðreynd hjá Larissa. Liðið er í 9. sæti deildarinnar, þremur stigum frá 6. sætinu sem gefur keppnisrétt í Meistarakeppninni í vor. Larissa hefur ekki riðið feitum hesti á þessu ári því liðið hefur tapað þremur leikjum og gert tvö jafntefli á þessu ári.

AEL Larissa 0 - 2 Panathinaikos

Aron Bjarnason lék síðasta hálftímann með Ujpest í tapi gegn Debrecen á útivelli. Debrecen vann 4-0 í kvöld.

Ujpest er í 6. sæti með 24 stig, tveimur stigum meira en Debrecen sem er í 7. sætinu.

Debrecen 4 - 0 Ujpest

Þá lék Kolbeinn Birgir Finnsson með Dortmund II í 3-1 heimasigri á Wuppertaler. Dortmund II er í 8. sæti Vestur-svæðisdeildarinnar með 28 stig eftir 20 umferðir.



Dortmund II 3-1 Wuppertaler
Athugasemdir
banner
banner
banner