Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fim 25. febrúar 2021 23:00
Aksentije Milisic
Rodgers tekur ábyrgð: Töpuðum gegn betra liði
Mynd: Getty Images
Brendan Rodgers, stjóri Leicester, játaði það eftir leik að Slavia Prag hafi verið betra liðið í einvígi liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Fyrri leiknum lauk með markalausu jafntefli en Slavia Prag gerði góða ferð til Englands og vann 0-2 á King Power vellinum í kvöld.

„Við töpuðum gegn betra liði. Ég tek ábyrgð á því. Ég stillti upp liði sem ég taldi að gæti unnið þennan leik," sagði Rodgers.

„Við sköpuðum ekki nægilega mikið af færum í þessu einvígi. Vörðumst ekki af krafti og gáfum tvö ódýr mörk. Betra liðið vann."

„Ég vil ekki vera með of margar afsakanir. Það vantaði leikmenn í kvöld í sóknarleiknum. Ég vill samt að við sýnum meira. Við munum læra af þessu. Ég óska Slavia góðs gengis í næstu umferð."

Leicester í hörku baráttu í ensku úrvalsdeildinni en þar situr liðið í þriðja sæti deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner