Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   lau 25. mars 2023 15:40
Aksentije Milisic
„Declan Rice getur labbað inn í hvaða lið sem er”
Mynd: EPA

Teddy Sheringham, fyrrverandi framherji í ensku úrvalsdeildinni, segir að Declan Rice sé algjör heimsklassa leikmaður og hrósaði Sheringham fyrirliða West Ham í hástert.


Rice skoraði fyrra mark Englands í gær gegn Ítalíu í 1-2 útisigri í undankeppni EM en Rice var frábær í leiknum. Talið er mjög líklegt að hann yfirgefi West Ham í sumar en nú er bara spurning í hvaða lið hann mun fara.

„Hinn fullkomnir miðjumaður getur varist, sótt, tæklað og skorað mörk. Hvert sem Rice fer, þá mun hann gera liðið betra. Hann getur labbað inn í hvaða lið sem er,” sagði Sheringham sem er fyrrum leikmaður West Ham einmitt.

„Casemiro er í stöðunni hans hjá Man Utd, svo kannski þarf United hann ekki en hann myndi bæta Arsenal liðið. Ég vil ekki sjá Rice fara í Arsenal því liðið er svo ótrúlega öflugt nú þegar. Eina sem Rice þarf að gera er að bæta við fleiri mörkum í sinn leik.”

Graham Souness er ekki fullkomnlega sammála Sheringham en Souness segir að Rice getur bætt sig mikið sóknarlega. Hann er einn besti varnasinnaði miðjumaður deildarinnar en í öðrum þáttum getur hann gert betur.


Athugasemdir
banner