Trent búinn að semja við Real um kaup og kjör - Man Utd ætlar að losa sig við Rashford og Casemiro - United skoðar ungan Tyrkja
   þri 25. mars 2025 16:14
Elvar Geir Magnússon
Alexander-Arnold fær ekki að vera númer 66 hjá Real Madrid
Mynd: EPA
Allt stefnir í að Trent Alexander-Arnold muni skrifa undir hjá Real Madrid en hann gengur í raðir félagsins á frjálsri sölu frá Liverpool þegar samningur hans rennur út í sumar.

Hjá Liverpool hefur Alexander-Arnold ávallt spilað í treyju númer 66 en mun ekki geta borið það númer í spænsku deildinni.

Í La Liga mega hámark vera 25 leikmenn skráðir í hóp og þeir verða að bera treyjunúmer 1-25 samkvæmt reglum.

Alexander-Arnold fær því ekki að bera sitt uppáhalds númer á Spáni en þess má geta að fyrir enska landsliðið hefur hann spilað með númerin 2, 7, 8 og 10.

Alexander-Arnold er með fimm ára samning á borðinu frá Real Madrid en hann hefur leikið 349 aðalliðsleiki fyrir uppeldisfélag sitt Liverpool.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner