Atletico vill fá Romero - United býður í Branthwaite ef Maguire fer - Real hefur áhuga á Saliba
   þri 25. mars 2025 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Carragher um Trent: Ekki bara fótboltaákvörðun
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Fótboltasérfræðingurinn Jamie Carragher er duglegur að deila skoðunum sínum á því sem er í gangi í fótboltaheiminum og þá sérstaklega þegar Liverpool á í hlut.

Nú er staðan þannig að hægri bakvörðurinn Trent Alexander-Arnold virðist vera á leið til Real Madrid á frjálsri sölu frá Liverpool og hefur Carragher sína skoðun.

Alexander-Arnold er uppalinn hjá Liverpool, alveg eins og Carragher sjálfur og tveir fyrrum liðsfélagar hans sem tóku ákvörðun um að skipta til Real á sínum tíma, þeir Steve McManaman og Michael Owen.

Alexander-Arnold hefur verið lykilmaður í liði Liverpool en Carragher varar hann við að það þýði ekki mikið fyrir stuðningsfólkið ef hann yfirgefur félagið í ósátt. Carragher lék allan ferilinn fyrir Liverpool, eða 737 keppnisleiki í heildina.

„Þetta er ekki bara fótboltaákvörðun, þetta snýst um arfleifð hans í Liverpool og hvernig hann verður séður í heimabænum sínum um ókominn aldur. Hvort vill hann frekar vera séður eins og Steven Gerrard eða Steve McManaman?" sagði Carragher í útsendingu hjá Sky Sports fyrr á tímabilinu.

„Steve fór til Real Madrid og vann titla en hann er ekki dáður, hvorki þar né hér. Ef Trent verður áfram hjá Liverpool þá verður hans minnst sem eins af bestu leikmönnum í sögu félagsins, ekki langt á eftir Gerrard.

„Trent er uppalinn hérna og hefur verið partur af félaginu síðustu 20 ár. Ég held að það sé ekki góð tilfinning fyrir stuðningsmenn að missa hann frá félaginu á frjálsri sölu. Ég get fullvissað ykkur um að stuðningsfólk Liverpool verður ekki ánægt ef hann fer frítt.

„Fólk býst við ákveðnum hlutum af leikmönnum sem eru uppaldir hjá félaginu. Ég held að það sé mjög erfitt að yfirgefa Liverpool þegar þú ert alinn upp hérna."

Athugasemdir
banner
banner
banner