Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 25. apríl 2021 19:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Dramatík í baráttunni um Vestur-Miðlönd
Það þarf eitthvað mikið að gerast til þess að West Brom falli ekki.
Það þarf eitthvað mikið að gerast til þess að West Brom falli ekki.
Mynd: Getty Images
Aston Villa 2 - 2 West Brom
1-0 Anwar El Ghazi ('9 , víti)
1-1 Matheus Pereira ('23 , víti)
1-2 Tyrone Mings ('47 , sjálfsmark)
2-2 Keinan Davis ('90 )

Það var mikil dramatík þegar Aston Villa og West Brom áttust við í baráttunni um Vestur-Miðlönd í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Aston Villa fékk vítaspyrnu á níundu mínútu þegar það var brotið á Ross Barkley innan teigs. Anwar El Ghazi fór á vítapunktinn og skoraði af öryggi.

Stuttu síðar fékk West Brom vítaspyrnu þegar brotið var á Ainsley Maitland-Niles innan teigs. Matheus Pereira fór á vítapunktinn og skoraði fram hjá Emi Martinez.

Í byrjun seinni hálfleiks tóku gestirnir í West Brom forystuna þegar Tyrone Mings stýrði skoti Mbaye Diagne í netið eftir vandræðagang í vörn Villa.

West Brom hefði getað bætt við þriðja markinu en tókst það ekki. Á lokamínútunum pressaði Villa og þeir náðu inn jöfnunarmarkinu í uppbótartíma. Keinan Davis nýtt sér vandræði í vörn West Brom og jafnaði metin.

Lokatölur 1-1 og er Aston Villa í 11. sæti, einu stigi á eftir Arsenal og með leik til góða á Lundúnaliðið. West Brom er níu stigum frá öruggu sæti og svo virðist sem Sam Allardyce sé að falla úr ensku úrvalsdeildinni í fyrsta sinn sem knattspyrnustjóri.

Önnur úrslit í dag:
England: Þrenna Wood afgreiddi Úlfana í fyrri hálfleik
England: Einn leiðinlegur leikur á Elland Road - Ole hafði rangt fyrir sér
Athugasemdir
banner
banner
banner