Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 25. apríl 2021 07:00
Aksentije Milisic
Salah setti met hjá Liverpool í gær
Mynd: Getty Images
Mohamed Salah hefur spilað mjög vel fyrir Liverpool á þessari leiktíð og einn af þeim fáu sem hefur náð að halda góðu formi áfram eftir síðustu leiktíð.

Hann skoraði mjög snyrtilegt mark í gær í svekkjandi 1-1 jafntefli liðsins gegn Newcastle á Anfield.

Með þessu marki bætti Salah met hjá Liverpool en hann er nú fyrsti leikmaðurinn sem skorar að minnsta kosti tuttugu mörk á þremur tímabilum í ensku úrvalsdeildinni fyrir Liverpool.

Anfield hefur séð nokkra frábæra framherja í gegnum tíðina, leikmenn á borð við Robbie Fowler, Luis Suarez og Fernandi Torres. Enginn þeirra náði hins vegar þessum áfanga.

Salah kom til Liverpool frá Roma árið 2017 og byrjaði strax að spila frábærlega. Hann gerði 44 mörk í öllum keppnum fyrir Liverpool á sínu fyrsta tímabili.

Af þessum 44 mörkum voru 32 þeirra í ensku úrvalsdeildinni og endaði hann markahæsti leikmaður deildarinnar það ár. Ári seinna varð hann aftur markahæstur en þá ásamt Sadio Mane og Pierre-Emerick Aubameyang.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner