Zubimendi nálgast Arsenal - Man Utd gæti skipt Höjlund út fyrir Lookman - Tottenham vill Rashford
   fös 25. apríl 2025 10:46
Elvar Geir Magnússon
„Ekki 100% í líkamanum en hugurinn er 100%“
Mynd: EPA
Eddie Howe, stjóri Newcastle, er mættur aftur til starfa eftir sjúkrahúsvist vegna lungnabólgu. Hann segir að síðustu vikur hafi verið mjög erfiðar.

Liðið lék þrjá leiki í fjarveru Howe, 4-1 sigur gegn Manchester United, 5-0 sigur gegn Crystal Palace og 4-1 tap gegn Aston Villa.

„Ég er fínn. Ég er ekki 100% í líkamanum en nálægt því að vera 100% í huganum og það er mikilvægast. Ég er nægilega hraustur til að hitta ykkur í dag," sagði Howe á fréttamannafundi í morgun.

„Ég reyni að taka það jákvæða úr allri lífsreynslu, ég tel að það sé mjög mikilvægt. En þetta hefur verið mikil áskorun því ég hef tekið heilsunni sem sjálfsögðum hlut. Það hefur verið erfitt að geta ekki notið þess að líða eðlilega og þetta hefur verið tilfinningaríkt. Sem betur fer finnst mér ég vera á batavegi og það er mikilvægast. Ég er hæstánægður með að vera hér."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 33 24 7 2 75 31 +44 79
2 Arsenal 34 18 13 3 63 29 +34 67
3 Man City 34 18 7 9 66 43 +23 61
4 Nott. Forest 33 18 6 9 53 39 +14 60
5 Newcastle 33 18 5 10 62 44 +18 59
6 Chelsea 33 16 9 8 58 40 +18 57
7 Aston Villa 34 16 9 9 54 49 +5 57
8 Bournemouth 33 13 10 10 52 40 +12 49
9 Fulham 33 13 9 11 48 45 +3 48
10 Brighton 33 12 12 9 53 53 0 48
11 Brentford 33 13 7 13 56 50 +6 46
12 Crystal Palace 34 11 12 11 43 47 -4 45
13 Everton 33 8 14 11 34 40 -6 38
14 Man Utd 33 10 8 15 38 46 -8 38
15 Wolves 33 11 5 17 48 61 -13 38
16 Tottenham 33 11 4 18 61 51 +10 37
17 West Ham 33 9 9 15 37 55 -18 36
18 Ipswich Town 33 4 9 20 33 71 -38 21
19 Leicester 33 4 6 23 27 73 -46 18
20 Southampton 33 2 5 26 24 78 -54 11
Athugasemdir