Árni Elvar Árnason átti stórleik á miðju Leiknismanna í 2-1 sigri á FH í kvöld.
"Við erum að ná í stigin sem við ætlum að taka hérna, gerðum það með stæl, börðumst allir sem einn og verðskulduðum sigurinn."
"Við erum að ná í stigin sem við ætlum að taka hérna, gerðum það með stæl, börðumst allir sem einn og verðskulduðum sigurinn."
Lestu um leikinn: Leiknir R. 2 - 1 FH
"Mér fannst við í smá basli að staðsetja okkur í varnarleiknum í fyrri hálfleik en eftir að við breyttum í 4-4-2 fannst mér við bara betri."
Sigurmark leiksins kom eftir vítaspyrnu sem dæmd var eftir gegnumbrot Árna.
"Boltinn datt bara fyrir mig, Pétur var illa staðsettur og ég var kominn í gegn og víti og mark."
FH-ingarnir í stúkunni vildu meina að ekki hafi verið um brot að ræða... "Hann renndi sér og bauð mér þannig séð uppá þetta" - var svar Árna.
Staða Leiknis eftir 6 leiki hlýtur að gleðja Árna?
"Við viljum vera komin með fleiri stig, eigum að vera með fleiri en átta stig er bara mjög fínt."
Nánar er rætt við Árna Elvar í myndbandinu sem fylgir fréttinni.
Athugasemdir