Það var kampakátur Leiknisþjálfari sem mætti í viðtal eftir 2-1 sigur á FH í PepsiMax-deildinni í kvöld!
"Við erum bara hrikalega ánægðir með þennan sigur og frammistöðuna í kvöld."
"Við erum bara hrikalega ánægðir með þennan sigur og frammistöðuna í kvöld."
Lestu um leikinn: Leiknir R. 2 - 1 FH
Leiknismenn virtust með eilítinn sviðsskrekk í upphafi leiks en eftir að FH komst yfir fóru þeir beint upp í sókn og jöfnuðu. Eftir því sem á leikinn leið unnu þeir sig stöðugt betur inn í hann.
"Við vorum ekkert sérstaklega ánægðir með fyrri hálfleikinn okkar, mér fannst við vanstilltir og ekki að leysa taktíkina rétt. Við gerðum svo breytingar í hálfleik, fórum í 4-4-2 og leikmennirnir brugðust virkilega vel við því, bæði varnarlega og með boltann og svo vörðumst við vel hérna í lokin."
Siggi hlýtur að vera sáttur með stigasöfnunina, 8 stig í 6 leikjum og í kvöld náði FH í raun ekki að skapa neina alvöru hættu allan seinni hálfleik.
"Ég var alveg ótrúlega rólegur þrátt fyrir að bæði á móti Blikum og Val höfum við fengið á okkur mark í lokin, ég var alveg salírólegur í kvöld."
Sjö af þeim níu stigum sem Leiknismenn hafa náð í hafa komið í Breiðholtinu.
"Þetta er það sem við ætluðum okkur. Í fyrra þá var heimavöllurinn ekki góður og það var markmiðið að gera gryfju úr vellinum og hleypa engum brosandi úr Efra-Breiðholtinu."
Nánar er rætt við Sigurð í viðtalinu sem fylgir.
Athugasemdir