Inter á eftir Guehi - Man Utd sýnir miðjumanni Chelsea áhuga - Stórlið sýna miðjumanni Lille áhuga
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   þri 25. maí 2021 22:11
Magnús Þór Jónsson
Siggi Hösk: Enginn á að fara brosandi úr Efra Breiðholti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var kampakátur Leiknisþjálfari sem mætti í viðtal eftir 2-1 sigur á FH í PepsiMax-deildinni í kvöld!

"Við erum bara hrikalega ánægðir með þennan sigur og frammistöðuna í kvöld."

Lestu um leikinn: Leiknir R. 2 -  1 FH

Leiknismenn virtust með eilítinn sviðsskrekk í upphafi leiks en eftir að FH komst yfir fóru þeir beint upp í sókn og jöfnuðu. Eftir því sem á leikinn leið unnu þeir sig stöðugt betur inn í hann.

"Við vorum ekkert sérstaklega ánægðir með fyrri hálfleikinn okkar, mér fannst við vanstilltir og ekki að leysa taktíkina rétt. Við gerðum svo breytingar í hálfleik, fórum í 4-4-2 og leikmennirnir brugðust virkilega vel við því, bæði varnarlega og með boltann og svo vörðumst við vel hérna í lokin."

Siggi hlýtur að vera sáttur með stigasöfnunina, 8 stig í 6 leikjum og í kvöld náði FH í raun ekki að skapa neina alvöru hættu allan seinni hálfleik.

"Ég var alveg ótrúlega rólegur þrátt fyrir að bæði á móti Blikum og Val höfum við fengið á okkur mark í lokin, ég var alveg salírólegur í kvöld."

Sjö af þeim níu stigum sem Leiknismenn hafa náð í hafa komið í Breiðholtinu.

"Þetta er það sem við ætluðum okkur. Í fyrra þá var heimavöllurinn ekki góður og það var markmiðið að gera gryfju úr vellinum og hleypa engum brosandi úr Efra-Breiðholtinu."

Nánar er rætt við Sigurð í viðtalinu sem fylgir.
Athugasemdir
banner
banner