City vill Wirtz - Lookman orðaður við Newcastle og Man Utd - White gæti snúið aftur í landsliðið
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
   þri 25. maí 2021 22:11
Magnús Þór Jónsson
Siggi Hösk: Enginn á að fara brosandi úr Efra Breiðholti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var kampakátur Leiknisþjálfari sem mætti í viðtal eftir 2-1 sigur á FH í PepsiMax-deildinni í kvöld!

"Við erum bara hrikalega ánægðir með þennan sigur og frammistöðuna í kvöld."

Lestu um leikinn: Leiknir R. 2 -  1 FH

Leiknismenn virtust með eilítinn sviðsskrekk í upphafi leiks en eftir að FH komst yfir fóru þeir beint upp í sókn og jöfnuðu. Eftir því sem á leikinn leið unnu þeir sig stöðugt betur inn í hann.

"Við vorum ekkert sérstaklega ánægðir með fyrri hálfleikinn okkar, mér fannst við vanstilltir og ekki að leysa taktíkina rétt. Við gerðum svo breytingar í hálfleik, fórum í 4-4-2 og leikmennirnir brugðust virkilega vel við því, bæði varnarlega og með boltann og svo vörðumst við vel hérna í lokin."

Siggi hlýtur að vera sáttur með stigasöfnunina, 8 stig í 6 leikjum og í kvöld náði FH í raun ekki að skapa neina alvöru hættu allan seinni hálfleik.

"Ég var alveg ótrúlega rólegur þrátt fyrir að bæði á móti Blikum og Val höfum við fengið á okkur mark í lokin, ég var alveg salírólegur í kvöld."

Sjö af þeim níu stigum sem Leiknismenn hafa náð í hafa komið í Breiðholtinu.

"Þetta er það sem við ætluðum okkur. Í fyrra þá var heimavöllurinn ekki góður og það var markmiðið að gera gryfju úr vellinum og hleypa engum brosandi úr Efra-Breiðholtinu."

Nánar er rætt við Sigurð í viðtalinu sem fylgir.
Athugasemdir
banner
banner
banner