Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   þri 25. maí 2021 22:11
Magnús Þór Jónsson
Siggi Hösk: Enginn á að fara brosandi úr Efra Breiðholti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var kampakátur Leiknisþjálfari sem mætti í viðtal eftir 2-1 sigur á FH í PepsiMax-deildinni í kvöld!

"Við erum bara hrikalega ánægðir með þennan sigur og frammistöðuna í kvöld."

Lestu um leikinn: Leiknir R. 2 -  1 FH

Leiknismenn virtust með eilítinn sviðsskrekk í upphafi leiks en eftir að FH komst yfir fóru þeir beint upp í sókn og jöfnuðu. Eftir því sem á leikinn leið unnu þeir sig stöðugt betur inn í hann.

"Við vorum ekkert sérstaklega ánægðir með fyrri hálfleikinn okkar, mér fannst við vanstilltir og ekki að leysa taktíkina rétt. Við gerðum svo breytingar í hálfleik, fórum í 4-4-2 og leikmennirnir brugðust virkilega vel við því, bæði varnarlega og með boltann og svo vörðumst við vel hérna í lokin."

Siggi hlýtur að vera sáttur með stigasöfnunina, 8 stig í 6 leikjum og í kvöld náði FH í raun ekki að skapa neina alvöru hættu allan seinni hálfleik.

"Ég var alveg ótrúlega rólegur þrátt fyrir að bæði á móti Blikum og Val höfum við fengið á okkur mark í lokin, ég var alveg salírólegur í kvöld."

Sjö af þeim níu stigum sem Leiknismenn hafa náð í hafa komið í Breiðholtinu.

"Þetta er það sem við ætluðum okkur. Í fyrra þá var heimavöllurinn ekki góður og það var markmiðið að gera gryfju úr vellinum og hleypa engum brosandi úr Efra-Breiðholtinu."

Nánar er rætt við Sigurð í viðtalinu sem fylgir.
Athugasemdir
banner
banner