Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   þri 25. maí 2021 22:11
Magnús Þór Jónsson
Siggi Hösk: Enginn á að fara brosandi úr Efra Breiðholti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var kampakátur Leiknisþjálfari sem mætti í viðtal eftir 2-1 sigur á FH í PepsiMax-deildinni í kvöld!

"Við erum bara hrikalega ánægðir með þennan sigur og frammistöðuna í kvöld."

Lestu um leikinn: Leiknir R. 2 -  1 FH

Leiknismenn virtust með eilítinn sviðsskrekk í upphafi leiks en eftir að FH komst yfir fóru þeir beint upp í sókn og jöfnuðu. Eftir því sem á leikinn leið unnu þeir sig stöðugt betur inn í hann.

"Við vorum ekkert sérstaklega ánægðir með fyrri hálfleikinn okkar, mér fannst við vanstilltir og ekki að leysa taktíkina rétt. Við gerðum svo breytingar í hálfleik, fórum í 4-4-2 og leikmennirnir brugðust virkilega vel við því, bæði varnarlega og með boltann og svo vörðumst við vel hérna í lokin."

Siggi hlýtur að vera sáttur með stigasöfnunina, 8 stig í 6 leikjum og í kvöld náði FH í raun ekki að skapa neina alvöru hættu allan seinni hálfleik.

"Ég var alveg ótrúlega rólegur þrátt fyrir að bæði á móti Blikum og Val höfum við fengið á okkur mark í lokin, ég var alveg salírólegur í kvöld."

Sjö af þeim níu stigum sem Leiknismenn hafa náð í hafa komið í Breiðholtinu.

"Þetta er það sem við ætluðum okkur. Í fyrra þá var heimavöllurinn ekki góður og það var markmiðið að gera gryfju úr vellinum og hleypa engum brosandi úr Efra-Breiðholtinu."

Nánar er rætt við Sigurð í viðtalinu sem fylgir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner