Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 25. maí 2022 21:33
Brynjar Ingi Erluson
Mjólkurbikarinn: FH kláraði Kára í seinni hálfleik - Njarðvík skellti Keflavík
Frá Keflavík - Njarðvík í kvöld.
Frá Keflavík - Njarðvík í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Aðsend
Steven Lennon tryggði FH sigur á Kára
Steven Lennon tryggði FH sigur á Kára
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Björn Daníel gerði eitt fyrir FH
Björn Daníel gerði eitt fyrir FH
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
FH og Njarðvík eru komin áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla eftir leiki kvöldsins. Njarðvík vann ótrúlegan 4-1 sigur á Keflavík í baráttunni um Suðurnesin.

FH-ingar áttu leikinn gegn Kára frá A til Ö. Liðið var um það bil 85 prósent með boltann í fyrri hálfleiknum og skapaði liðið sér nokkur fín færi.

Liðið var með ellefu hornspyrnur í fyrri hálfleiknum en náðu ekki að gera sér mat úr þeim. Þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks var staðan hins vegar enn markalaus.

Það var ekki fyrr en á 56. mínútu sem FH tókst að brjóta ísinn og var það Steven Lennon sem gerði það. Baldur Logi Guðlaugsson hljóp upp allan völlinn áður en hann kom boltanum fyrir á Lennon sem skoraði framhjá Dino Hozdic.

Björn Daníel Sverrisson kom sér í dauðafæri á 81. mínútu er hann fékk boltann í teignum en skot hans fór beint á Dino. Hann bætti upp fyrir það fimm mínútum síðar eftir hornspyrnu. FH-ingar tóku það stutt áður en Lennon kom boltanum á fjær og þar var Björn Daníel mættur til að stanga boltann í netið.

Lennon gerði svo sitt annað mark undir lok leiksins. Baldur Logi var kominn í fínasta færi en var óeigingjarn og ákvað í staðinn að leggja boltann fyrir Lennon sem gerði út um leikinn. Lokatölur 3-0 í Hafnarfirði. Þolinmæðisvinna í Kaplakrika.

Njarðvíkingar skelltu Keflavík í nágrannaslag

Njarðvík fylgir FH í 16-liða úrslitin eftir ótrúlegan 4-1 sigur á Keflavík á HS Orku vellinum.

Það tók Njarðvíkinga aðeins þrjár mínútur að komast yfir gegn nágrönnunum. Kenneth Hogg gerði markið og gátu þeir leyft sér að fagna þessu innilega.

Keflvíkingar náðu að sleppa í gegn á 22. mínútu en Robert Blakala mætti Kian Williams og náði að verja í horn.

Heimamenn urðu fyrir öðru áfalli á 38. mínútu. Magnús Þórir Matthíasson bætti þá við öðru marki fyrir Njarðvíkinga en hann átti snyrtilegt skot úr D-boganum og kom Sindri Kristinn Ólafsson engum vörnum við.

Patrik Johannesen náði að minnka muninn fyrir Keflavík úr vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiksins eftir að Marc McAusland togaði hann niður. Oumar DIouck komst nálægt því að bæta við þriðja markinu fyrir Njarðvík undir lok fyrri hálfleiksins en skalli hans fór í slá og svo varði Sindri frákastið.

Þriðja markið kom á endanum. Magnús Þórir með annað mark sitt á 63. mínútu. Eftir dómarakast var Magnús allt í einu kominn aleinn í gegn hægra megin og náði að renna boltanum framhjá Sindra í markinu.

Keflvíkingar reyndu að koma sér inn í leikinn og fengu svo sannarlega færin til þess. Fyrst björguðu Njarðvíkingar á línu og svo átti Patrik skot í stöng stuttu síðar.

Njarðvíkingar gerðu sig svo líklega á lokamínútunum og uppskáru mark í uppbótartíma er Diouck skoraði, stöngin inn, eftir sendingu frá Hogg.

Lokatölur 4-1 fyrir Njarðvík og fögnuðu stuðningsmenn liðsins ákaft í leikslok. Ótrúlegur sigur í nágrannaslag af bestu gerð.

Úrslit og markaskorarar:

FH 3 - 0 Kári
1-0 Steven Lennon ('56 )
2-0 Björn Daníel Sverrisson ('87 )
3-0 Steven Lennon ('93 )
Lestu um leikinn

Keflavík 1 - 4 Njarðvík
0-1 Kenneth Hogg ('3 )
0-2 Magnús Þórir Matthíasson ('38 )
1-2 Patrik Johannesen ('43 , víti)
1-3 Magnús Þórir Matthíasson ('63 )
1-4 Oumar Diouck ('94 )
Lestu um leikinn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner