Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   lau 25. maí 2024 18:16
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Ef þeir vilja mig ekki fer ég eitthvað annað og vinn titla"
Mynd: EPA

Erik ten Hag vann annan bikarinn sinn í dag sem stjóri Manchester United þegar liðið lagði Manchester City að velli í úrslitum enska bikarsins.


Liðið vann enska deildabikarinn á síðasta tímabili og komst í úrslit enska bikarsins þar sem liðið tapaði gegn City.

Ten Hag hefur verið undir mikilli pressu á þessari leiktíð en hann svaraði fyrir sig eftir leikinn í dag.

„Tveir titlar á tveimur árum og þrír úrslitaleikir, ekki slæmt. Ef þeir vilja mig ekki fer ég eitthvað annað og vinn titla, það er það sem ég geri," sagði Ten Hag.


Athugasemdir
banner
banner
banner