Erik ten Hag vann annan bikarinn sinn í dag sem stjóri Manchester United þegar liðið lagði Manchester City að velli í úrslitum enska bikarsins.
Liðið vann enska deildabikarinn á síðasta tímabili og komst í úrslit enska bikarsins þar sem liðið tapaði gegn City.
Ten Hag hefur verið undir mikilli pressu á þessari leiktíð en hann svaraði fyrir sig eftir leikinn í dag.
„Tveir titlar á tveimur árum og þrír úrslitaleikir, ekki slæmt. Ef þeir vilja mig ekki fer ég eitthvað annað og vinn titla, það er það sem ég geri," sagði Ten Hag.
Athugasemdir