PSG íhugar að reyna við Rashford - Dewsbury-Hall orðaður við Chelsea - Archie Gray eftirsóttur
   þri 25. júní 2024 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Leipzig á eftir miðjumanni Liverpool
Mynd: EPA
Þýska félagið RB Leipzig hefur mikinn áhuga á því að fá enska miðjumanninn Tyler Morton frá Liverpool í glugganum. Times greinir frá.

Morton, sem er 21 árs gamall, hefur spilað síðustu tvær leiktíðir á láni hjá Blackburn Rovers og nú síðast Hull City.

Stuðningsmenn Liverpool fengu smjörþefinn af honum tímabilið 2021-2022.

Þá lék hann níu leiki og gerði afar vel í þeim leikjum sem hann spilaði, en hann komst ekki að á miðsvæði enska stórliðsins.

Morton er nú mættur aftur til Liverpool og gæti viljað sanna sig hjá nýjum stjóra, en Arne Slot tók við af Jürgen Klopp eftir tímabilið.

Times segir hins vegar að möguleiki er á því að Morton verði seldur í glugganum. RB Leipzig er afar áhugasamt um leikmanninn og þá hafa félög á Englandi einnig verið að skoða það að fá hann.

Blaðamaðurinn Paul Joyce segir að Liverpool vilji fá 20 milljónir punda fyrir Morton sem á 2 landsleiki að baki fyrir yngri landslið Englands.
Athugasemdir
banner
banner