Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
   þri 25. júní 2024 10:30
Elvar Geir Magnússon
Ný hetja Ítalíu: Del Piero var fyrirmynd mín
Mattia Zaccagni.
Mattia Zaccagni.
Mynd: EPA
Alessandro Del Piero.
Alessandro Del Piero.
Mynd: Getty Images
Mattia Zaccagni vængmaður Lazio var hetja Ítalíu í gær þegar hann skoraði flautujöfnunarmark fyrir Ítalíu gegn Króatíu og tryggði þjóð sinni í 16-liða úrslitum.

Það var talið óvíst fyrir mót hvort þessi 29 ára leikmaður yrði valinn í hópinn. Þetta var hans fyrsta landsliðsmark.

Zaccagni segir að markið sitt minni sig á mark Alessandro Del Piero í undanúrslitum HM 2006.

„Það voru ólýsanlegar tilfinningar sem komu fram þegar ég skoraði. Það er mikilvægt að fara áfram í öðru sæti og ég er gríðarlega sáttur," segir Zaccagni.

„Ég gerði mér ekki grein fyrir því að þetta yrði síðasta spyrna leiksins. Calafiori gerði frábærlega og þegar boltinn kom til mín þurfti ég ekki að hugsa mig tvisvar um."

„Þetta rifjaði upp minningar frá því að ég var stuðningsmaður ítalska landsliðsins, þetta var mjög líkt markinu sem Del Piero skoraði í framlengingu gegn Þýskalandi 2006. Del Piero var mín fyrirmynd, ég var með mynd af honum upp á vegg hjá mér."

„Del Piero kom og hitti okkur í æfingabúðunum áður en við fórum til Þýskalands. Hann hefur líka verið í sambandi í gegnum Instagram og ég vona að hann skrifi til okkar í kvöld!

Ítalía mun mæta Sviss í 16-liða úrslitum á laugardaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner