Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
   mán 24. júní 2024 23:00
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu allt það helsta úr leikjum kvöldsins - Geggjað jöfnunarmark Zaccagni
Mattia Zaccagni skoraði sitt fyrsta landsliðsmark og það á mikilvægustu stundu
Mattia Zaccagni skoraði sitt fyrsta landsliðsmark og það á mikilvægustu stundu
Mynd: EPA
Í kvöld lauk B-riðli Evrópumótsins. Spánverjar unnu riðilinn með fullt hús stiga og Ítalía laumaði sér í 16-liða úrslit með jöfnunarmarki á áttundu mínútu í uppbótartíma.

Ferran Torres skoraði sigurmark B-liðs Spánverja í 1-0 sigrinum á Albaníu.

Hann var í kjölfarið valinn maður leiksins en ekki er ljóst hvaða þjóð mætir Spánverjum í 16-liða úrslitum.

Mattia Zaccagni braut hjörtu Króata í 1-1 jafnteflinu í Leipzig í kvöld en það var Luka Modric sem skoraði fyrir króatíska liðið snemma í síðari hálfleik áður en Zaccagni jafnaði þegar tæp hálf mínúta var eftir af átta mínútna uppbótartíma.

Markið þýðir að Ítalía fer áfram og mætir Sviss í 16-liða úrslitum, en Króatía á enn örlítinn möguleika á að komast áfram. Hægt er að sjá allt það helsta úr leikjunum hér fyrir neðan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner