Valur fékk Ludogorets frá Búlgaríu í heimsókn í undankeppni Evrópudeildarinnar og gerðu 1-1 jafntefli eftir að Ludogorets jafnaði í uppbótartíma. Ólafur Jóhannesson þjálfari Vals var mjög ánægður með frammistöðu sinna manna þótt hann sagði það auðvitað fúlt að fá á sig mark svona í blálokin.
Lestu um leikinn: Valur 1 - 1 Ludogorets
„Já auðvitað er fúlt að fá á sig mark svona í endann en fyrst og fremst er ég ánægður með frammistöðu liðsins, við spiluðum bara fínan leik. Auðvitað er andstæðingurinn meira með boltann, þetta er öflugt lið og við þurftum að verjast vel og gerðum það."
Óli segir að það bíði þeirra erfitt verkefni í hitanum í Búlgaríu en hefur trú á sínu liði.
„Það er erfiður leikur sem bíður okkar þar, er ekki einhver hitabylgja að ganga yfir Búlgaríu, sérstaklega Búlgaríu skilst mér. Það verður heitt þar en við förum þangað og gerum okkar besta þar. Það verður erfitt en það er allt hægt í fótbolta."
Hannes Þór Halldórsson og Andri Adolphsson voru ekki með í kvöld vegna meiðsla en Óli segir að það sé smávægilegt og að allir sem eru tæpir séu klárir á næstu vikunni.
„Það eru smávægileg meiðsli á þeim, það er enginn í hópnum alvarlega meiddir og það er allavega ekki meira en vika í menn."
Athugasemdir