Al Hilal undirbýr stórt tilboð í Fernandes - Bayern vill Mitoma - Delap og Doak til Everton?
Guðni Eiríks: Maður vill að FH liðið standi fyrir eitthvað
Óskar Hrafn: Við stjórnum leiknum frá upphafi til enda
Gunnar Heiðar: Ekki margir í þessari deild sem geta gert þetta
Hemmi: Skiptir mestu máli hvað þú gerir inni í vítateigunum
Rúnar: Fékk aldrei önnur skilaboð en að þurfa að vinna deildina þegar ég var í KR
Skoraði gegn uppeldisfélaginu - „Frekar valið þetta mark heldur en þrjú önnur"
Birna Kristín: Maya hljóp og hljóp og hljóp
Árni Freyr: Þetta er skellur
Venni: Þurfum að kýla í gang betri niðurstöður á heimavelli
Jóhann Birnir: Ég gef honum líka heiðurinn af þessu
Kári Sigfússon: Búinn að æfa þetta síðan að ég var krakki
Óli Hrannar: Keflavík er bara margfalt betra lið heldur en við í dag
„Það er verra að tapa leikjum en vinna þá"
Sandra Sig: Viltu heiðarlegt svar?
Donni: 0-0 hefðu verið sanngjörn úrslit
John Andrews: Höfum spilað vel í síðustu fjórum leikjum
Óskar Smári: Við grétum aðeins saman ég og systir mín
Kristján Guðmunds: Eigum að fá meira úr því sem við erum að gera
Gylfi Tryggva: Verður ekki sýndur á mörgum heimilum í vikunni
Dominic Ankers: Heppnin var ekki með okkur í þetta skipti
   fim 25. júlí 2019 21:09
Egill Sigfússon
Óli Jó: Er ekki einhver hitabylgja að ganga yfir Búlgaríu?
Óli Jó er kominn í jakkafötin
Óli Jó er kominn í jakkafötin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur fékk Ludogorets frá Búlgaríu í heimsókn í undankeppni Evrópudeildarinnar og gerðu 1-1 jafntefli eftir að Ludogorets jafnaði í uppbótartíma. Ólafur Jóhannesson þjálfari Vals var mjög ánægður með frammistöðu sinna manna þótt hann sagði það auðvitað fúlt að fá á sig mark svona í blálokin.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  1 Ludogorets

„Já auðvitað er fúlt að fá á sig mark svona í endann en fyrst og fremst er ég ánægður með frammistöðu liðsins, við spiluðum bara fínan leik. Auðvitað er andstæðingurinn meira með boltann, þetta er öflugt lið og við þurftum að verjast vel og gerðum það."

Óli segir að það bíði þeirra erfitt verkefni í hitanum í Búlgaríu en hefur trú á sínu liði.

„Það er erfiður leikur sem bíður okkar þar, er ekki einhver hitabylgja að ganga yfir Búlgaríu, sérstaklega Búlgaríu skilst mér. Það verður heitt þar en við förum þangað og gerum okkar besta þar. Það verður erfitt en það er allt hægt í fótbolta."

Hannes Þór Halldórsson og Andri Adolphsson voru ekki með í kvöld vegna meiðsla en Óli segir að það sé smávægilegt og að allir sem eru tæpir séu klárir á næstu vikunni.

„Það eru smávægileg meiðsli á þeim, það er enginn í hópnum alvarlega meiddir og það er allavega ekki meira en vika í menn."
Athugasemdir
banner