Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 25. júlí 2022 10:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
KA fær slóvenskan miðvörð (Staðfest)
Mynd: Heimasíða KA
KA hefur fengið liðsstyrk fyrir endasperettinn í Bestu deildinni því Gaber Dobrovoljc hefur skrifað undir samning við félagið út núverandi tímabil. Greint var frá því í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardag að KA væri að fá miðvörð í sínar raðir.

Gaber er 29 ára gmall miðvörður sem kemur frá Slóveníu. Hann kemur frá NK Domžale sem endaði í sjöunda sæti slóvensku deildarinnar á síðasta tímabili.

Oleksiy Bykov lék með KA fyrri hluta tímabilsins en lánssamningur hans rann út í mánuðinum og KA vildi fá mann í hans stað.

Gaber kemur úr unglingastarfi NK Domžale og hefur leikið allan sinn feril með liðinu fyrir utan eitt ár með Fatih Karagümrük í Tyrklandi. Með Domžale varð Gaber slóvenskur bikarmeistari árið 2017 og lék auk þess 25 Evrópuleiki með liðinu.

Á sínum tíma lék Gaber 27 leiki fyrir yngri landslið Slóveníu sem og tvo leiki fyrir B-landslið.

KA er og verður í 3. sæti Bestu deildarinnar eftir fjórtán umferðir. Liðið er þá komið í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins þar sem liðið mætir Ægi eftir tvær vikur.
Útvarpsþátturinn - Öflug Evrópuúrslit, Besta deildin og Lengjan
Athugasemdir
banner
banner