Hin 18 ára gamla Elfa Karen Magnúsdóttir er búin að skipta á milli botnliða Bestu deildarinnar.
Hún er farin úr röðum Keflavíkur og mun spila fyrir Fylki næstu tvö árin.
Elfa Karen leikur sem kantmaður og skrifar undir samning sem gildir út næstu leiktíð.
Elfa er alin upp í Keflavík og á 53 KSÍ leiki að baki fyrir félagið. Hún er með eitt mark í fimm deildarleikjum á yfirstandandi leiktíð.
„Bjóðum við Elfu hjartanlega velkomna í Árbæinn og hlakkar okkur mikið til að sjá hana spila í appelsínugulu treyjunni," segir í færslu á Facebook síðu Fylkis.
Athugasemdir