Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
banner
   fim 25. júlí 2024 20:46
Ívan Guðjón Baldursson
Sambandsdeildin: Markalaust á Hlíðarenda - Víkingur tapaði
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur og Víkingur R. voru að ljúka heimaleikjum sínum í forkeppni Sambandsdeildarinnar.

Lestu um leikinn: Valur 0 -  0 St. Mirren

Valur tók þar á móti St. Mirren frá Skotlandi á meðan Víkingur fékk albönsku meistarana í Egnatia í heimsókn.

Leikurinn á Hlíðarenda var afar fjörugur en hvorugu liði tókst að skora þrátt fyrir fjölmörg góð marktækifæri.

Bæði lið fengu dauðafæri til að skora en tókst ekki og lauk leiknum með markalausu jafntefli.

Aron Jóhannsson kom inn af bekknum í síðari hálfleik og fékk gult spjald skömmu síðar. Átta mínútum eftir það fékk hann annað gult spjald fyrir glæfralega tæklingu í vörninni og var rekinn í sturtu.

St. Mirren tókst ekki að nýta sér liðsmuninn og því er allt enn opið fyrir seinni leikinn í Skotlandi.

Valur 0 - 0 St. Mirren

Í Víkinni byrjuðu heimamenn af krafti en náðu ekki að skora mark snemma. Leikurinn jafnaðist út í kjölfarið og tóku Albanirnir forystuna eftir klaufagang hjá Ingvari Jónssyni markverði.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 - 1 Egnatia

Víkingar héldu boltanum vel innan liðsins en áttu í vandræðum með að skapa sér færi sem komu ekki úr föstum leikatriðum, á meðan gestirnir í liði Egnatia voru hættulegir í sínum skyndisóknum.

Víkingur var talsvert sterkari aðilinn í síðari hálfleik og fékk góð færi til að skora sem fóru forgörðum. Albanirnir fengu dauðafæri eftir skyndisókn sem þeir misnotuðu.

Staðan hélst því 0-1 allt til leiksloka og þurfa Víkingar að sigra albönsku meistarana í Albaníu til að halda áfram í Evrópu.

Víkingur R. 0 - 1 Egnatia
0-1 Lorougnon Doukouo ('33)
Athugasemdir
banner
banner
banner