Isak til Liverpool og Sesko til Newcastle - Aston Villa segir nei við United - Bayern ætlar sér að fá Díaz
   fös 25. júlí 2025 15:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hrannar Björn spáir í 14. umferð Lengjudeildarinnar
Lengjudeildin
Hrannar Björn til hægri. Með honum á myndinni er Hallgrímur Mar, bróðir hans.
Hrannar Björn til hægri. Með honum á myndinni er Hallgrímur Mar, bróðir hans.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elfar Árni skemmtir sér vel á Mærudögum.
Elfar Árni skemmtir sér vel á Mærudögum.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Það er framundan spennandi umferð í Lengjudeild karla sem fer af stað með fimm leikjum í kvöld.

Við fengum Hrannar Björn Steingrímsson, leikmann KA, til að spá í spilin.

Keflavík 2 - 2 Þór (18:00 í kvöld)
Tvö lið sem ætla sér upp í haust og vilja öll stigin sem í boði eru úr þessum leik en þurfa að sætta sig við sitt hvort stigið sem á endanum verður fínt fyrir Þórsara á meðan Bói vinur minn verður hins vegar ögn súrari að sækja ekki sigurinn. Aron Ingi og Fúsi skora fyrir Þór og Kári og Sindri Snær fyrir Suðurnesjamenn.

Grindavík 2 - 3 Þróttur R. (19:15 í kvöld)
Þróttarar sækja mikilvæg 3 stig í markaleik. Svei mér þá ef sigurmarkið kemur ekki alveg í blálokin frá Jeffs jr.

ÍR 1 - 1 Njarðvík (19:15 í kvöld)
Áhugaverðasti leikur umferðarinnar. Njarðvík komast yfir en Breki Hólm jafnar og heldur Breihyltingum á toppnum.

HK 3 - 1 Leiknir R. (19:15 í kvöld)
Dagur Orri með þrennu í öruggum sigri undir ljósunum í Kórnum.

Fylkir 2 - 0 Fjölnir (19:15 í kvöld)
Fjölnir því miður brotnir eftir síðustu tvo leiki og Fylkir ganga á lagið. Veit ekki hver skorar fyrsta markið en Emil skorar eitthvað ruglað mark utan af velli og tryggir nokkuð þægilegan sigur.

Völsungur 3 - 1 Selfoss (14:00 á morgun)
Stærsti leikur umferðarinnar geymdur þar til síðast. Ef það er einhver sem gæti mætt á Mærudaga og sótt sigur, þá væri það sennilega Bjarni Jó en við Völsungar erum eitthvað annað skrímsli helgina fyrir Versló. Að Bjarki Badda sé í banni hefur Selfyssingum smá blóð á tennurnar en það dugar skammt. Jón Daði kemur Selfoss yfir í sínum fyrsta leik en Elfar kemur okkur yfir með tveimur mörkum á 10 mínútna kafla í seinni hálfleik. Gulltryggir svo þrennuna undir lokin, rífur sig úr að ofan og fær sér sopa af Viking Sterkum frá mér í fagnaðarlátunum.

Fyrri spámenn:
Hrafnkell Freyr (4 réttir)
Júlíus Mar (4 réttir)
Tómas Bent (3 réttir)
Adam Páls (3 réttir)
Elmar Atli (3 réttir)
Bjarki Björn (3 réttir)
Atli Þór (2 réttir)
Arnar Laufdal (2 réttir)
Ásgeir Marteins (2 réttir)
Sævar Atli (2 réttir)
Guðjón Pétur (1 réttur)
Oliver Heiðars (1 réttur)
Elmar Kári (1 réttur)
Athugasemdir
banner