Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
   sun 25. ágúst 2024 19:43
Stefán Marteinn Ólafsson
Gylfi Þór um meint ósætti: Held að Valur hafi nú svarað því bara ágætlega
Gylfi Þór Sigurðsson leikmaður Vals
Gylfi Þór Sigurðsson leikmaður Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valsmenn tóku á móti Vesta á N1 vellinum í dag þegar 20.umferð bestu deildar karla hóf göngu sína. 

Valur hafði ekki unnið í tveim síðustu leikjum sínum í deildinni en gátu þó fagnað sigri hér í dag.


Lestu um leikinn: Valur 3 -  1 Vestri

„Tók okkur langan tíma að brjóta þá niður. Auðvitað heppnir að þeir verða manni færri snemma í leiknum. Verður kannski svolítið erfitt þegar þeir skora fyrsta markið og eru bara nokkuð þéttir tilbaka og ánægðir með að sitja með fimm í vörn og gerðu það bara mjög vel og gerðu okkur erfitt fyrir. Sanngjarnt svona heilt yfir." Sagði Gylfi Þór Sigurðsson leikmaður Vals eftir leikinn í dag.

Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið svolítið í umfjöllun síðustu vikur um meint ósætti hjá Val. 

„Ég held að Valur hafi nú svarað því bara ágætlega að það væri lítið til í því. Auðvitað er ég ósáttur að við erum ekki í efsta sætinu eða allavega nálægt Víkingunum sem eru efstir og Breiðablik auðvitað líka. Ég vona að allir leikmennirnir séu það. Ég held að metnaðurinn sé allavega þannig í klúbbnum og hann er þannig hjá mér að ég vill vinna deildina. Það er ekki að gerast akkúrat núna og það er bara staðan. Ekkert meira en það. "

Það styttist óðum í næsta landsleikjaglugga en Gylfi Þór vildi ekkert gefa upp um það hvort hann hafi fengið veður af því hvort hann yrði í þeim hóp eða ekki.

„Við verðum bara að bíða og sjá til vonandi."

Nánar er rætt við Gylfa Þór Sigurðsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner