Fjórir risar bítast um Wirtz - Neymar aftur til Barcelona? - Howe og Potter orðaðir við stjórastarf Manchester United
Jökull: Það hefur aldrei neitt svoleiðis verið nefnt
Hilmar Árni: Stemningsmaður og hefur gaman af lífinu
Jón Þór: Við vorum klaufar
Túfa: Erum að fara í gegnum mikið mótlæti
Tarik: Væri til að spila við þá í hverjum leik
Arnar Gunnlaugs: Virðist allt stefna í draumaúrslitaleikinn
Haddi: Ef það á að vera gaman að keyra heim, verðum við að vinna
Rúnar Páll: Maður er orðinn góður í því að fara með sömu tugguna
Stubbur: Það væri gaman að vinna þrefalt
Óðinn skoraði í sínum fyrsta leik: Ég hafði alltaf trú á því að ég myndi skora
Rúnar: Ég er drullufúll út í okkur í dag
Óskar Hrafn: Ein besta frammistaða sem ég hef séð Benó eiga í KR treyju
Anton Ari: Hundleiðinlegt að segja þetta en það er dagsatt
Benoný Breki með fernu: Alltaf gaman að fá að taka fótboltann heim
Eyjólfur Héðins: Hafði það ekki á tilfinningunni
Kjartan Henry: Enn eitt klaufamarkið sem við fáum á okkur
Jóhann Kristinn: Sennilega ekki spurning hvernig þessi deild endar ef þær ná því upp aftur
Óli Kristjáns: Það kemur mjög sterkt frá þeim sjálfum
Ómar Ingi ósáttur: Of margir slökktu á sér
Sandra María: Við eigum að klára svona leiki
banner
   sun 25. ágúst 2024 19:43
Stefán Marteinn Ólafsson
Gylfi Þór um meint ósætti: Held að Valur hafi nú svarað því bara ágætlega
Gylfi Þór Sigurðsson leikmaður Vals
Gylfi Þór Sigurðsson leikmaður Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valsmenn tóku á móti Vesta á N1 vellinum í dag þegar 20.umferð bestu deildar karla hóf göngu sína. 

Valur hafði ekki unnið í tveim síðustu leikjum sínum í deildinni en gátu þó fagnað sigri hér í dag.


Lestu um leikinn: Valur 3 -  1 Vestri

„Tók okkur langan tíma að brjóta þá niður. Auðvitað heppnir að þeir verða manni færri snemma í leiknum. Verður kannski svolítið erfitt þegar þeir skora fyrsta markið og eru bara nokkuð þéttir tilbaka og ánægðir með að sitja með fimm í vörn og gerðu það bara mjög vel og gerðu okkur erfitt fyrir. Sanngjarnt svona heilt yfir." Sagði Gylfi Þór Sigurðsson leikmaður Vals eftir leikinn í dag.

Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið svolítið í umfjöllun síðustu vikur um meint ósætti hjá Val. 

„Ég held að Valur hafi nú svarað því bara ágætlega að það væri lítið til í því. Auðvitað er ég ósáttur að við erum ekki í efsta sætinu eða allavega nálægt Víkingunum sem eru efstir og Breiðablik auðvitað líka. Ég vona að allir leikmennirnir séu það. Ég held að metnaðurinn sé allavega þannig í klúbbnum og hann er þannig hjá mér að ég vill vinna deildina. Það er ekki að gerast akkúrat núna og það er bara staðan. Ekkert meira en það. "

Það styttist óðum í næsta landsleikjaglugga en Gylfi Þór vildi ekkert gefa upp um það hvort hann hafi fengið veður af því hvort hann yrði í þeim hóp eða ekki.

„Við verðum bara að bíða og sjá til vonandi."

Nánar er rætt við Gylfa Þór Sigurðsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 22 5 6 11 35 - 46 -11 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 22 4 5 13 26 - 51 -25 17
Athugasemdir
banner
banner