Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   sun 25. ágúst 2024 19:43
Stefán Marteinn Ólafsson
Gylfi Þór um meint ósætti: Held að Valur hafi nú svarað því bara ágætlega
Gylfi Þór Sigurðsson leikmaður Vals
Gylfi Þór Sigurðsson leikmaður Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valsmenn tóku á móti Vesta á N1 vellinum í dag þegar 20.umferð bestu deildar karla hóf göngu sína. 

Valur hafði ekki unnið í tveim síðustu leikjum sínum í deildinni en gátu þó fagnað sigri hér í dag.


Lestu um leikinn: Valur 3 -  1 Vestri

„Tók okkur langan tíma að brjóta þá niður. Auðvitað heppnir að þeir verða manni færri snemma í leiknum. Verður kannski svolítið erfitt þegar þeir skora fyrsta markið og eru bara nokkuð þéttir tilbaka og ánægðir með að sitja með fimm í vörn og gerðu það bara mjög vel og gerðu okkur erfitt fyrir. Sanngjarnt svona heilt yfir." Sagði Gylfi Þór Sigurðsson leikmaður Vals eftir leikinn í dag.

Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið svolítið í umfjöllun síðustu vikur um meint ósætti hjá Val. 

„Ég held að Valur hafi nú svarað því bara ágætlega að það væri lítið til í því. Auðvitað er ég ósáttur að við erum ekki í efsta sætinu eða allavega nálægt Víkingunum sem eru efstir og Breiðablik auðvitað líka. Ég vona að allir leikmennirnir séu það. Ég held að metnaðurinn sé allavega þannig í klúbbnum og hann er þannig hjá mér að ég vill vinna deildina. Það er ekki að gerast akkúrat núna og það er bara staðan. Ekkert meira en það. "

Það styttist óðum í næsta landsleikjaglugga en Gylfi Þór vildi ekkert gefa upp um það hvort hann hafi fengið veður af því hvort hann yrði í þeim hóp eða ekki.

„Við verðum bara að bíða og sjá til vonandi."

Nánar er rætt við Gylfa Þór Sigurðsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner