Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
Upplifir fyrsta stórmótið með Íslandi - „Eiginlega engin orð fyrir það"
Skelltu sér í sjóinn og fengu góðan mat - „Bara flottara í persónu"
   sun 25. ágúst 2024 19:43
Stefán Marteinn Ólafsson
Gylfi Þór um meint ósætti: Held að Valur hafi nú svarað því bara ágætlega
Gylfi Þór Sigurðsson leikmaður Vals
Gylfi Þór Sigurðsson leikmaður Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valsmenn tóku á móti Vesta á N1 vellinum í dag þegar 20.umferð bestu deildar karla hóf göngu sína. 

Valur hafði ekki unnið í tveim síðustu leikjum sínum í deildinni en gátu þó fagnað sigri hér í dag.


Lestu um leikinn: Valur 3 -  1 Vestri

„Tók okkur langan tíma að brjóta þá niður. Auðvitað heppnir að þeir verða manni færri snemma í leiknum. Verður kannski svolítið erfitt þegar þeir skora fyrsta markið og eru bara nokkuð þéttir tilbaka og ánægðir með að sitja með fimm í vörn og gerðu það bara mjög vel og gerðu okkur erfitt fyrir. Sanngjarnt svona heilt yfir." Sagði Gylfi Þór Sigurðsson leikmaður Vals eftir leikinn í dag.

Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið svolítið í umfjöllun síðustu vikur um meint ósætti hjá Val. 

„Ég held að Valur hafi nú svarað því bara ágætlega að það væri lítið til í því. Auðvitað er ég ósáttur að við erum ekki í efsta sætinu eða allavega nálægt Víkingunum sem eru efstir og Breiðablik auðvitað líka. Ég vona að allir leikmennirnir séu það. Ég held að metnaðurinn sé allavega þannig í klúbbnum og hann er þannig hjá mér að ég vill vinna deildina. Það er ekki að gerast akkúrat núna og það er bara staðan. Ekkert meira en það. "

Það styttist óðum í næsta landsleikjaglugga en Gylfi Þór vildi ekkert gefa upp um það hvort hann hafi fengið veður af því hvort hann yrði í þeim hóp eða ekki.

„Við verðum bara að bíða og sjá til vonandi."

Nánar er rætt við Gylfa Þór Sigurðsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner