Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 25. september 2020 18:30
Ívan Guðjón Baldursson
3. deild: KV skoraði fimm gegn Ægi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ægir 1 - 5 KV
0-1 Ingólfur Sigurðsson ('38)
0-2 Björn Axel Guðjónsson ('58)
0-3 Grétar Sigfinnur Sigurðarson ('70)
1-3 Atli Rafn Guðbjartsson ('72)
1-4 Kristinn Daníel Kristinsson ('87)
1-5 Björn Axel Guðjónsson ('89)
Rautt spjald: Aco Pandurevic, Ægir ('37)

KV trónir á toppi 3. deildar eftir sigur gegn tíu leikmönnum Ægis í eina leik dagsins sem fór fram í Þorlákshöfn.

Aco Pandurevic fékk rautt spjald í liði heimamanna rétt áður en Ingólfur Sigurðsson kom Vesturbæingum yfir.

Tíu Ægismenn áttu ekki möguleika gegn sprækum Vesturbæingum sem skoruðu fjögur mörk eftir leikhlé.

Björn Axel Guðjónsson setti tvennu og komst Grétar Sigfinnur Sigurðarson, fyrrum leikmaður KR, einnig á blað.

KV er svo gott sem búið að tryggja sér sæti í 2. deild á næsta ári á meðan Ægir er í neðri hluta deildarinnar, fimm stigum fyrir ofan fallsæti.

Það getur tekið tíma fyrir stöðutöfluna að uppfærast.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner