Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   fim 25. september 2025 23:51
Snæbjört Pálsdóttir
Donni: Fram er bara betra lið en FHL, á erfitt með að sjá að þær geri eitthvað á móti þeim
Kvenaboltinn
Halldór Jón Sigurðsson, Donni, þjálfari Tindastóls
Halldór Jón Sigurðsson, Donni, þjálfari Tindastóls
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Tindastóll tapaði í kvöld 0-3 gegn Þór/KA í fyrsta leik í neðri hluta Bestu deildarinnar. Tindastóll þurfti nauðsynlega á sigri að halda til að eiga möguleika á að halda sér uppi en þurfa nú að treysta á önnur úrslit. 

Aðspurður um viðbrögð eftir leik svaraði Halldór Jón Sigurðsson, Donni, þjálfari Tindastóls, 

„Bara ótrúlega svekktur, dapur, ég er ekkert svekktur með vinnuframlagið, dugnaðinn, vinnusemina, stelpurnar gáfu allt í þetta og voru ótrúlega flottar fannst mér“

„Þær börðust og reyndu sitt allra besta en það var bara ekki nóg,


Lestu um leikinn: Þór/KA 3 -  0 Tindastóll

„Þór/KA ná að skora snemma sem var vont. Töluðum um það fyrir leikinn að transitionið og föst leikatriði yrðu þeirra helstu vopn skulum við segja því við ætluðum að pressa þær upp í rassgat þannig að það var raunin, þær skora eftir transition og skora svo eftir föst leikatriði, það er mjög svekkjandi og bítur pínu.“

„Heilt yfir, ég ætla ekkert að vera svekktur með stelpurnar því þær gáfu allt í þetta og lögðu sig allar fram og ég er bara stoltur af þeim fyrir það.“

Falldraugurinn er yfirvofandi og þarf Tindastóll að treysta á að Fram misstígi sig til að Tindastóll eigi möguleika, hvernig er fókus og undirbúningi háttað við svoleiðis aðstæður?

„Ég veit það ekki, það verður eiginlega bara að koma í ljós eftir næsta leik, eftir leik FHL og Fram hvernig við undirbúum okkur fyrir næstu leiki, hvort það sé möguleiki eða ekki. Fram er bara betra lið heldur en FHL, þannig að ég á erfitt með að sjá að þær geri eitthvað á móti þeim. Það verður bara að koma í ljós hvernig það fer.“

„Verðum við ekki bara að segja að við ætlum að einbeita okkur að okkur sjálfum og reyna bara að klára tímabilið með eins mikilli sæmd og við mögulega getum.“

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan


Athugasemdir
banner
banner