Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
banner
   mið 25. október 2023 20:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gent
Höskuldur ánægður að Dóri tók við: Eina rökrétta atburðarásin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrirliði Breiðabliks, Höskuldur Gunnlaugsson, var á fréttamannafundi í Gent spurður út í þjálfarabreytinguna sem átti sér stað í upphafi mánaðar. Halldór Árnason, áður aðstoðarþjálfari liðsins, tók við þegar Óskar Hrafn Þorvaldsson var látinn fara.

Ertu að finna fyrir alvöru breytingu eftir að Dóri kom inn sem aðalþjálfari?

„Í grunninn er gott að það er ekki verið að rífa neitt upp með rótum. Sú vinna sem hefur verið lögð síðustu 3-4 ár, ákveðin kúltúrbreyting og hugmyndafræði, leikmenn búa að því. Það verður kannski meira þegar þessu keppnistímabili lýkur, þá mun myndast smá tími fyrir Dóra og þjálfarateymið að fara innleiða, ef það á að fara í, alvöru áherslubreytingar. Núna snýst þetta fyrst og fremst um að klára þetta keppnistímabil með stæl. Við erum allir ótrúlega ánægðir með þessa lendingu að fá Halldór sem aðalþjálfara og sömuleiðis að fá Eyjó inn sem aðstoðarþjálfara."

Höskuldur sagði á sínum tíma að sér þætti eðlilegast að Halldór yrði eftirmaður Óskars þegar þar að kæmi. Hann var spurður út í ummæli sín.

„Ég held ég hafi sagt eitthvað á þá leið að þetta væri eina atburðarásin sem yrði rökrétt ef Óskar myndi fara. Að það yrði eitthvað framhald af þeirri vegferð sem við höfum verið á. Ef það hefði einhver nýr komið inn, sem hafði ekki verið partur af því sem hefur verið að gerast undanfarið í Breiðabliki, þá væri ekki framhald af því sem við höfum verið að gera. Ég er fullviss um að þetta hafi verið besta lendingin."

Höskuldur og liðsfélagar hans undirbúa sig núna fyrir leik gegn Gent í Sambandsdeildinni. Sá leikur hefst klukkan 16:45 á morgun og fer fram á heimavelli belgíska liðsins.
   15.10.2023 16:26
Eyjólfur Héðins nýr aðstoðarþjálfari Breiðabliks (Staðfest)

Athugasemdir
banner
banner