Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   mán 25. nóvember 2024 16:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Víkingur ætlar að krækja í Daníel Hafsteins
Átti gott tímabil með KA.
Átti gott tímabil með KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur hefur samkvæmt heimildum Fótbolta.net mikinn áhuga á því að fá Daníel Hafsteinsson í sínar raðir. Daníel nýtti sér uppsagnarákvæði á samningi sínum við KA fyrr í þessum mánuði og er því samningslaus sem stendur.

Miðjumaðurinn átti gott tímabil með KA, skoraði fimm mörk í 25 deildarleikjum og tvö mörk í fjórum bikarleikjum. Hann var á bekknum í liði ársins hér á Fótbolti.net.

Daníel átti góðan leik gegn Víkingi í úrslitaleik Mjólkurbikarsins þar sem KA hafði betur og vann fyrsta bikartitilinn í sögu félagsins. Daníel er 25 ára, uppalinn hjá KA og á að baki einn A-landsleik. Hann hefur einnig verið á mála hjá Helsinborg í Svíþjóð og lék á láni með FH tímabilið 2020.

Gísli Gottskálk Þórðarson sprakk út hjá Víkingi í sumar og var í lykilhlutverki í liðinu seinni hluta tímabilsins. Hann er tvítugur og eru taldar góðar líkur á því að hann fari út í atvinnumennsku í vetur. Það þarf að fylla í hans skarð og þá er óvíst hvenær og hvernig Pablo Punyed snýr aftur á völlinn en hann sleit krossband í júlí.

Næsti leikur Víkings er gegn FC Noah í Armeníu á fimmtudag. Leikurinn er fjórði leikur Víkings í Sambandsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner