Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
banner
   mán 25. nóvember 2024 13:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vuk yfirgefur FH - Leiknir og ÍBV hafa áhuga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vuk Oskar Dimitrijevic verður samkvæmt heimildum Fótbolta.net ekki áfram hjá FH en samningur hans við félagið rann út fyrr í þessum mánuði.

Vuk er uppalinn hjá Leikni en var keyptur til FH fyrir tímabilið 2020. Hann er fyrrum unglingalandsliðsmaður sem náði ekki að stimpla sig almennilega inn hjá Fimleikafélaginu.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hafa Vestri, KA, ÍBV og Leiknir sýnt leikmanninum áhuga. Hann hefur einnig verið orðaður við KR.

Vuk er 23 ára sóknarsinnaður leikmaður sem getur spilað á báðum köntum og framarlega á miðjunni.

Vuk skoraði þrjú mörk í 20 leikjum í Bestu deildinni í sumar.
Athugasemdir
banner