Arsenal og Chelsea hafa áhuga á Murillo - Liverpool undirbýr mettilboð í Neves - Man Utd vill halda Casemiro
   þri 25. nóvember 2025 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Amorim sammála Moyes: Vona að strákarnir rífist
Mynd: EPA
Ruben Amorim þjálfari Manchester United svaraði spurningum eftir vandræðalegt tap á heimavelli gegn tíu leikmönnum Everton í gærkvöldi.

Idrissa Gana Gueye fékk beint rautt spjald snemma leiks fyrir að slá Michael Keane utanundir eftir misskilning á vellinum. Sending Gueye innan eigin vítateigs rataði ekki á Keane svo andstæðingarnir náðu valdi á boltanum en skotið endaði framhjá markinu.

David Moyes þjálfari Everton furðaði sig á rauða spjaldinu eftir leik og sagðist vera ánægður að sjá ástríðuna hjá sínum mönnum. Amorim tók undir þau orð.

   24.11.2025 23:26
Moyes ósáttur með rauða spjaldið: Ég vil sjá leikmenn rífast


„Það þarf ekki að vera slæmt að rífast. Þó að þeir rífist þá þýðir það ekki að þeim sé illa við hvorn annan. Þetta sýnir baráttuvilja og metnað fyrir því að gera vel," sagði Amorim.

„Ég vona að mínir leikmenn rífist líka þegar þeir tapa boltanum á klaufalegan máta."

Rauðu djöflarnir áttu frábæru gengi að fagna í október en nóvember hefur ekki verið jafn góður mánuður.

„Það sem ég er hræddur um er að fá aftur sömu tilfinningu og á síðustu leiktíð. Við fórum inn í hvern einasta leik hræddir um að tapa og tilfinningin í kringum leikina var ekki góð, hún var ekki sannfærandi. Við verðum að halda áfram að vinna saman sem hópur til að ná okkar markmiðum. Þessi frammistaða í dag var langt frá því að vera nægilega góð."
Athugasemdir
banner