Arsenal og Chelsea hafa áhuga á Murillo - Liverpool undirbýr mettilboð í Neves - Man Utd vill halda Casemiro
   mán 24. nóvember 2025 23:26
Ívan Guðjón Baldursson
Moyes ósáttur með rauða spjaldið: Ég vil sjá leikmenn rífast
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
David Moyes var mjög ánægður eftir sigur Everton gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni fyrr í kvöld þar sem lærlingar hans stóðu sig ótrúlega vel á Old Trafford.

Idrissa Gana Gueye fékk beint rautt spjald snemma leiks fyrir að slá samherja sinn Michael Keane eftir rifrildi um hvor þeirra átti sök á töpuðum bolta innan eigin vítateigs.

   24.11.2025 20:39
Sjáðu atvikið: Beint rautt fyrir að slá liðsfélaga á Old Trafford


„Þetta er ekki eitthvað sem við sjáum oft og ég bjóst ekki við rauðu spjaldi. Ég held að enginn áhorfandi hefði kippt sér upp við að þeir yrðu báðir áfram á vellinum, mér líður eins og dómarinn hefði mátt taka sér meiri tíma til að hugsa út í þetta áður en hann dæmdi. Mér hefur verið sagt að það sé hægt að refsa leikmanni fyrir svona hegðun þó að hún sé gegn samherja, en ég sé þetta með öðrum augum," sagði Moyes við fréttamenn.

„Mér líkar að sjá leikmenn mína vera pirraða út í hvora aðra og rífast, það er mikilvægt að þeir séu með persónuleika og vilja til að gera betur. Ég er vonsvikinn með þetta rauða spjald en ekki atvikið sjálft, það er ekkert vandamál á milli leikmanna. Hvaða atvinnumaður í fótbolta sem er getur sagt þér að maður getur oft orðið mjög reiður út í liðsfélagana í þessari íþrótt."

Moyes var einnig spurður út í Kiernan Dewsbury-Hall sem skoraði eina mark leiksins og hrósaði honum í hástert ásamt Jordan Pickford sem átti frábæran leik á milli stanganna.

„Ég hef oft komið hingað með 11 leikmenn og tapað svo þetta var mjög mikilvægt fyrir okkur sem lið. Strákarnir lögðu allt í sölurnar og rúmlega það, ég er ótrúlega stoltur af framlagi þeirra. Kiernan hefur verið að spila frábærlega og er óheppinn að vera ekki kominn með fleiri mörk. Svo er Jordan frábær markvörður og við þurfum oft á honum að halda, hvort sem við erum með 10 eða 11 leikmenn á vellinum.

„Við vörðumst vel í 80 mínútur og skópum frábæran sigur gegn sterku liði. United hefur verið að spila mjög vel upp á síðkastið svo við gerðum virkilega vel."


Moyes hrósaði einnig Michael Keane fyrir sitt framlag eftir að hafa verið sleginn utanundir og talaði svo um stöðuna í deildinni, þar sem Everton er komið uppfyrir Liverpool á markatölu þrátt fyrir að hafa tapað innbyrðisviðureigninni á Anfield.

„Ég var ekki búinn að hugsa út í það en þetta er ekki eitthvað sem gerist oft að við komumst uppfyrir Liverpool. Ég er virkilega stoltur."

Everton á leiki við Newcastle, Bournemouth og Nottingham Forest framundan.

   24.11.2025 21:58
England: Man Utd tapaði gegn tíu leikmönnum Everton

Athugasemdir
banner
banner
banner